Prince Buster

Prince Buster á Cardiff Festival 2008

Prince Buster eða Cecil Bustamente Campbell (24. maí 19388. september 2016) var tónlistarmaður frá Jamaíka sem er talinn með upphafsmönnum ska- og rocksteady-tónlistar. Hann hóf feril sinn sem plötusnúður með því að reka hljóðkerfi (nokkurs konar ferðadiskótek) í Kingston fyrir Coxsone Dodd og þróaði þar sína eigin útgáfu af bandarískri ryþmablús-tónlist.

Árið 1960 framleiddi hann plötu fyrir Folkes Brothers (mento-hljómsveit) undir gælunafninu Prince Buster. Platan sló í gegn og brátt fór Prince Buster að framleiða lög bæði eftir sjálfan sig og aðra og lagði megináherslu á ska. Frá 1963 átti hann margar metsöluplötur á Jamaíka. Á sama tíma fór hann í tónleikaferðir um Bretland og varð fyrstur tónlistarmanna frá Jamaíku til að eiga smáskífu á metsölulista þar (smáskífan Al Capone).

Á 8. áratugnum vann hann fyrst og fremst við að framleiða efni eftir aðra tónlistarmenn. Reggí hafði þá tekið við af ska-tónlist sem vinsælasta tónlistarstefnan á Jamaíka og Prince Buster lék meðal annars aukahlutverk í kvikmyndinni The Harder They Come, sem átti þátt í að koma reggítónlist á kortið um allan heim. Undir lok áratugarins var hann kominn í alvarleg fjárhagsvandræði vegna misheppnaðra viðskiptaævintýra, en bjargaðist þegar önnur bylgja ska-tónlistar gekk yfir í Bretlandi, með hljómsveitum eins og Madness og The Specials, auk pönkhljómsveita eins og The Clash, sem áttu til að taka upp gömul lög eftir Prince Buster.

Breska hljómsveitin Madness og tónlistarmaðurinn Judge Dread (Alexander Minto Hughes) eru nefnd eftir lögum eftir Prince Buster.

Hljómplötur

  • I Feel The Spirit - FAB
  • Fly Flying Ska -
  • Pain In My Belly -
  • Ska-Lip-Soul -
  • It's Burke's Law -
  • What A Hard Man Fe Dead -
  • Prince Buster On Tour -
  • Judge Dread Rock Steady -
  • She Was A Rough Rider -
  • Wreck A Pum Pum -
  • The Outlaw -
  • FABulous Greatest Hits - 1963-1981 - FAB/Sequel (1993)
  • 15 Oldies but Goodies - FAB
  • Tutti Frutti -Melodisc
  • Chi Chi Run - FAB
  • The Message-Dub Wise - 1972 - FAB/Melodisc
  • Sister Big Stuff - Melodisc
  • Big Five - Melodisc
  • Jamaica's Greatest - Melodisc
  • Ten Commandments - 1967 - RCA
  • Dance Cleopatra Dance - Blue Elephant