Að kvöldi 13. nóvember2015 hófst röð hryðjuverka í París og Saint-Denis í Frakklandi. Meðal annarra árása voru sex skotaárásir og þrjár sprengjuárásir samtímis. Sprengjur sprungu við íþróttavöllinn Stade de France í Norður-París kl. 21:16 þar sem fram fór vináttulandsleikur á milli Þýskalands og Frakklands. Meðal áhorfenda á leiknum var forseti FrakklandsFrançois Hollande og fluttu öryggisverðir hann strax á öruggan stað. Í hverfum 10 og 11 létust margir í skotaárásum. Mannskæðasta árásin var í Bataclan-leikhúsi þar sem skotið var á áhorfendur á tónleikum þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death Metal kom fram. Nokkrum áhorfendum var haldið í gíslingu þangað til pattstaða við lögreglumenn sem stóð yfir í hálftíma leystist skömmu eftir miðnætti þann 14. nóvember.[1]
130 manns létust og hundruðir særðust.[1][2] Um það bil 80 meiddust lífshættulega.[1] Minnst 82 létust í árásinni í Bataclan-leikhúsinu.[1] Auk fórnarlamba dóu átta árásamenn, en fjórir þeirra sprengdu sjálfa sig upp.[3] Forseti Frakklands, François Hollande, lýsti yfir neyðarástand í Frakklandi og þriggja daga þjóðarsorg, lokaði landamærunum tímabundið og setti á útgöngubann.[4][5] Mörgum opinberum stöðum og ferðamannastöðum var líka lokað.[4] Tafir urðu á flugi og lestaferðum til og frá landinu vegna herts öryggiseftirlits við landamærin.[6] Þjóðarleiðtogarar víða um heiminn fordæmdu árásirnar og lýstu yfir samstöðu sinni.[7]
Sjö hryðjuverkamenn gerðu sex árásir næstum samtímis. Fimm árásanna áttu sér stað í miðborg Parísar, á vinsælum skemmtistöðum. Sjötta árásin var við íþróttavöll í norðurhluta borgarinnar.[5]
Þrjár sjálfsmorðssprengjur sprungu við íþróttavöllinn Stade de France kl. 21:25 að frönskum staðartíma, þar sem vináttuleikur fótboltalandsliða Frakklands og Þýskalands fór fram.[5] Meðal áhorfendanna var forseti Frakklands François Hollande.[5] Hann var fluttur á öruggan stað eftir aðra sprengjuna sprakk.[5] Leikurinn hélt áfram, þó að sprengingarnar hefðu heyrst vel í vellinum.[5] Einungis ódæðismennirnir þrír dóu í þessari árás.[5]
Skömmu eftir atburðina í Stade de France, kl. 21:25 að staðartíma, var skotið á gesti á veitingastað og kaffihúsi í tíunda hverfi borgarinnar.[5] Tilræðismaður með hríðskotabyssu hóf skothríð á kaffihúsinu Le Carillon og fór svo yfir götuna og byrjaði að skjóta á fólk á veitingastaðnum Le Petit Cambodge.[5] Tólf manns létu lífið í þessum árásum.[5] Nokkrum mínútum síðar, kl. 21:29, hófst önnur skotárás á veitingastaðnum La Casa Nostra, þar sem samkvæmt vitni dóu minnst fimm.[5] Tveir skotárásarmenn skutu á gesti á verönd veitingarstaðarins La Belle Equipe í ellefta hverfi Parísar kl. 21:38.[5] Minnst 19 manns létust eftir að þeir hóf skothríð og keyrðu svo burt.[5]
Mannskæðasta árásin var í Bataclan-leikhúsinu kl. 23:49, þar sem tónleikar með bandaríska hljómsveitinni Eagles of Death Metal fóru fram.[5] Um 1.500 manns voru á tónleikunum.[5] Samkvæmt vitni gengu fjórir menn inn í tónleikasalinn og hófu skothríð, einn þeirra frá svölunum yfir á salinn.[5] Að minnsta kosti 82 manns fórust.[5] Eftir skotárásina héldu mennirnir minnst hundrað manns í gíslingu.[5] Um leið og lögreglumenn réðust inn í húsið sprungu þrjár sjálfsmorðssprengjum sem árásarmennirnir höfðu fest við sig.[5]
Önnur sjálfsmorðssprengja sprakk í götunni Boulevard Voltaire skammt frá leikhúsinu.[5]
Ódæðismenn
Ódæðismennirnir sem frömdu árásirnar unnu í þrem hópum, að sögn Francois Molins ríkisrannsóknara Frakklands. Hann sagði að rannsókninni yrði beint að því finna út hvaðan mennirnir væru og hvernig þeir fjármögnuðu hryðjuverkin.[2]
Einn árásarmannanna var Omar Ismaïl Mostefai.[10] Hann var franskur ríkisborgari af alsírskum uppruna frá úthverfinu Courcouronnes í París.[10] Hann var á þrítugsaldri.[2] Fyrir árásirnar var vitað að hann hafði verið öfgasinnaður, en hann hafði aldrei verið tengdur við hryðjuverkastarfsemi.[2][10] Hann var skotinn í aðgerðum lögreglunnar í Bataclan-leikhúsi ásamt sjö öðrum árásarmönnum, sem voru allir búnir sprengjubeltum um miðjuna. Kennsl voru borin á Omar með fingrafari sem fannst í leikhúsinu.[10] Sex ættingjar Omars, þar á meðal bróðir, faðir og mágkona hans,[11] voru handtekin þann 14. nóvember og leitað á heimilum þeirra[10] eftir að bróðirinn hafði samband við lögregluna.[2][10] Bróðirinn sagðist halda að Omar hefði verið á leiðinni til Alsír með fjölskyldunni sinni.
Þrír menn sem eru taldir tengjast árásunum voru handteknir á landamærunum við Belgíu 14. nóvember. Húsleitir voru framkvæmdar í Brussel í tengslum við rannsókn um þessa menn.[12]
Abdelhamid Abaaoud, belgi af marokkóskum uppruna er talinn hafa verið höfuðpaurinn að baki ódæðinu. [13]. Hann lést í áhlaupi franskra her- og lögreglumanna á íbúð í Saint-Denis árla morguns 18. nóvember. [14]
Forseti Frakklands François Hollande sagði Íslamska ríkið bera ábyrgð á árásunum, nokkrum klukkustundum fyrir yfirlýsingin þeirra kom út.[16] Hann kallaði árásirnar „huglausar“ og „stríðsaðgerð“, og túlkaði þær sem stríðsyfirlýsingu frá Íslamska ríkinu.[16] Hann lofaði áframhaldandi þátttöku Frakka í aðgerðum gegnum Íslamska ríkinu.[4]
Forsætisráðherra FrakklandsManuel Valls sagði Frakkland „í stríði við Íslamska ríkið“ í Evrópu, Írak og Sýrlandi. Hann sagði að aðgerðum yrði beitt að þeim sem stóðu á bak við árásirnar og sagði að Frakkar myndu „vinna þetta stríð“. Einnig sagði hann að loftárásum gegn Íslamska ríkinu yrði haldið áfram.[17]
Viðbrögð alþjóðlegra leiðtoga
Þjóðarleiðtogarar margra landa lýsti yfir samstöðu sinni og fordæmdu árásirnar, meðal annars forseti BandaríkjannaBarack Obama, sem sagði: „Við munum kosta öllu til þess að vinna með frönsku þjóðinni og öllum þjóðum um heim allan að því að þessir hryðjuverkamenn fái makleg málagjöld og ráðast gegn hverju þeim hryðjuverkasamtökum sem ráðast á fólkið okkar.“[18] Forsætisráðherrar Bretlands, Spánar og Indlands voru meðal þeirra fyrstu til að tjá fordæmingu sína.[18] Einnig fordæmdu þýski kanslarinn Angela Merkel, forseti Írans Hassan Rouhani árásirnar, forseti Kína Xi Jinping og stjörnvöld í Pakistan, Sádi Arabíu og á Filippseyjum árásirnar.[18] Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdoğan, forsætisráðherra Ísraels Benjamin Netanyahu og forseti Rússlands Vladímír Pútín og utanríkisráðherra Rússlands Dímítrí Medvedev tjáðu samstöðu sína.[18] Utanríkisráðherrar Hollands Bert Koenders og Ástralíu Julie Bishop sendu líka samúðarkveðjur frá sér.[18]
Á tímunum eftir árásirnar notuðu margir kassamerkið #PorteOuverte („#OpnarDyr“) á Twitter til að bjóða þolendum árásanna skýli. Friðartákn með Eiffel-turninum teiknað af franska grafíska hönnuðinum Jean Jullien (sjá myndina til hægri) dreifðist víða um ýmsa samfélagsmiðla með kassamerkjunum #PrayForParis, #PeaceForParis og #JeSuisParis.
Franskar og rússneskar herþotur gerðu árásir á stöðvar Íslamska ríkisins í borginni Raqqa, Sýrlandi. Tugir vígamanna féllu. [24]
Snemma morguns 18. nóvember var gert áhlaup á íbúð í Saint-Denis. Minnst tveir grunaðir hryðjuverkamenn létust í árás hers og lögreglu á íbúðina. Til skotbardaga kom og umsátursástand myndaðist. Karlmaður var skotinn til bana (sem síðar var staðfest að væri Abdelhamid Abaaoud, talinn höfuðpaur hryðjuverkanna), en svo virtist að kona íklædd sprengjuvesti hafi sprengt sig sjálfa. Síðar kom í ljós að þriðji maðurinn hefði látið lífið í árásinni.[25] og dregið var til baka að konan hefði sprengt sig heldur umræddur maður.[26] Þrír lögreglumenn særðust og lögregluhundur lést. Fimm voru handteknir, þrír þeirra voru í íbúðinni með konunni. [27]
Hæsta viðbúnaðarstig var á götum Brussel eftir árásina og hermenn á fjölförnum stöðum. Skólar og neðanjarðarlestir lokuðu. 16 voru handteknir í viðamiklum lögregluaðgerðum í belgísku borgunum Brussel, Charleroi og Liege. Leitað var að Saleh Abdeslam sem fullvíst er að hafi tekið þátt í árásunum. [28] Hann fannst 18. mars í Brussel eftir lögregluáhlaup og skotbardaga og særðist á fæti[29].