Le Figaro er franskt dagblað sem kemur út daglega. Blaðið var stofnað árið 1826 og er gefið út í París. Það er oft borið saman við keppinaut sinn Le Monde. Ritstjórnarskoðun blaðins er miðhægrisinnuð.
Það er næststærsta blað í Frakklandi sem dreift er út um allt landið á eftir Le Parisien og á undan Le Monde, en sum svæðisbundin dagblöð hafa fleiri lesendur.