Heitið Íran kemur úr miðpersnesku, Ērān, sem kemur fyrst fyrir í áletrun í Naqsh-e Rostam, ásamt parþísku útgáfunni Aryān, sem heiti yfir Írana.[2]Ērān og Aryān eru óbeinar fleirtölumyndir þjóðaheitisins ēr- (miðpersneska) eða ary- (parþíska), sem eru dregin af frumíranska orðinu *arya- („arískur“, það er íranskur),[2][3] sem er talið dregið af frumindóevrópska oriðnu *ar-yo-, sem merkir „sá sem setur saman (af list)“.[4] Samkvæmt persneskri goðafræði er nafnið dregið af sagnkonunginum Iraj.[5] Heitið Íran er borið fram /ʔiːˈɾɒːn/ á nútímapersnesku.
Á Vesturlöndum var Íran þekkt sem „Persía“, vegna grískra sagnaritara sem kölluðu allt Íran Persis, sem merkir „land Persa“.[6][7][8][9] Heitið Persía er dregið af Farshéraði í suðvesturhluta Írans og er líka þekkt sem Pârs.[10][11]Persneska orðið Fârs (فارس) er dregið af eldri orðmynd, Pârs (پارس), sem aftur er dregin af Pârsâ (fornpersneska: 𐎱𐎠𐎼𐎿). Vegna hins sögulega mikilvægis héraðsins[12][13] varð Persía heiti alls landsins í grísku um 550 f.o.t.,[14] sem Vesturlandabúar tóku svo upp.[15][16] Þetta tók að breytast eftir 1935, þegar Reza Shah óskaði eftir því við alþjóðasamfélagið að nota heldur innlenda heitið Íran.[17] Íranar hafa kallað landið Íran að minnsta kosti frá 1000 f.o.t.[10] Í dag eru bæði heitin, Íran og Persía, notuð í almennu samhengi, en Íran er opinbera heitið.[18][19][20][21][22]
Saga
Íran er eitt af elstu samfelldu menningarsvæðum heims, með borgir sem rekja sögu sína allt til 4000 f.o.t.[23] Vesturhluti írönsku hásléttunnar var ein af vöggum siðmenningar, fyrst með ríkinu Elam (3200-539 f.o.t.) og síðar með fleiri þjóðum, eins og Kassítum, Manneum og Gutium. Georg Wilhelm Friedrich Hegel hélt því fram að Persar væru „fyrsta sögulega þjóðin“.[24] Á járnöld varð íranska keisaraveldið til þegar Medar sameinuðu landið í eitt ríki árið 625 f.o.t.[25]Akkamenídar (550-330 f.o.t.) komust til valda undir Kýrosi mikla og stofnuðu stærsta ríki sem þá hafði verið til, og náði frá Balkanskaga til Norður-Afríku til Mið-Asíu. Á eftir þeim fylgdu Selevkídar, Parþar og Sassanídar, sem ríktu yfir Íran í næstum 1000 ár og gerðu landið að forysturíki að nýju. Erkióvinir Persíu á þeim tíma voru Rómaveldi og arftaki þess, Austrómverska ríkið.
Þrátt fyrir innrásir Makedóna, Araba, Tyrkja og Mongóla, hélt Íran í menningarlega og pólitíska sérstöðu sína. Innrás múslima (632-654) batt enda á yfirráð Sassanída og leiddi til íslamsvæðingar frá 8. öld til 10. aldar, samhliða hnignun sóróisma. Hið nýja ríki leit þó á sig sem arftaka hinna fyrri. Hirðingjaþjóðir gerðu innrásir í Íran á síðfornöld og árnýöld.[26] Íran varð aftur sjálfstætt ríki 1501 undir stjórn Safavída, sem gerðu sjía íslam að ríkistrú [27] og ollu þannig straumhvörfum í sögu íslams.[28] Undir stjórn þeirra varð Íran forysturíki á ný og átti í samkeppni við Tyrkjaveldi í vestri. Á 19. öld missti Íran lönd sín í Kákasus til Rússaveldis, eftir ósigra í stríðum Rússa og Persa.[29]
Íran var einveldi til 1979 þegar íranska byltingin var gerð og lýst yfir stofnun íslamsks lýðveldis.[30][31] Síðan þá hefur Íran gengið í gegn um miklar pólitískar, samfélagslegar og efnahagslegar breytingar. Stofnun íslamsks lýðveldis varð til þess að umbylta stjórnkerfi landsins, þar sem erkiklerkurinn Ayatollah Khomeini var æðsti leiðtogi. Utanríkisstefna Írans mótaðist af stríði Írans og Íraks 1980-1988, spennu í samskiptum við Bandaríkin og kjarnorkuáætlun Írans, sem olli deilum á alþjóðavettvangi.
Árið 1989 tók Akbar Rafsanjani við forsetaembættinu. Rafsanjani einbeitti sér að endurreisn efnahagslífsins án þess að hverfa frá markmiðum byltingarinnar. Hann studdi frjálsan markað og einkavæðingu ríkisfyrirtækja heima fyrir, og stillingu í alþjóðasamskiptum. Árið 1997 tók umbótasinninn Mohammad Khatami við. Khatami jók tjáningarfrelsi og samskipti við ríki í Asíu og Evrópu, studdi frjálsa markaði og erlendar fjárfestingar.
Í forsetakosningum 2005 komst popúlistinn og þjóðernissinninn Mahmoud Ahmadinejad til valda. Hann varð þekktur fyrir harðlínustefnu, kjarnorkuvæðingu og andúð á Ísrael, Sádi-Arabíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hann var fyrsti forsetinn sem þurfti að svara fyrir embættisverk sín fyrir íranska þinginu.[32] Árið 2013 var umbótasinninn Hassan Rouhani kjörinn forseti. Hann hvatti til aukins persónufrelsis, upplýsingafrelsis og kvenfrelsis. Hann bætti samskipti Írans við önnur ríki.[33] Árið 2015 komst Íran að samkomulagi við fastafulltrúa Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hætta framleiðslu auðgaðs úrans gegn afnámi viðskiptaþvingana.[34] Árið 2018 dró ríkisstjórn Donald Trump sig út úr samkomulaginu og hóf viðskiptaþvinganir að nýju. [35]
Árið 2020 myrti Bandaríkjaher íranska herforingjann Qasem Soleimani, annan valdamesta mann Írans,[36] sem jók mikið á spennu í samskiptum ríkjanna.[37] Íran gerði hefndarárás með flugskeytum á bandaríska herstöð í Írak[38] þar sem 110 særðust.[39][40][41] Í forsetakosningum 2021 var harðlínumaðurinn Ebrahim Raisi kjörinn. Hann jók framleiðslu á auðguðu úrani, hindraði eftirlit erlendra stofnana, gerði Íran að þátttakanda í ríkjasamstarfi SCO og BRICS, studdi Rússa eftir innrás Rússa í Úkraínu og endurreisti stjórnmálasamband við Sádi-Arabíu. Í apríl 2024 gerði Ísraelsher sprengjuárás á sendiráð Írans í Damaskus þar sem nokkrir létu lífið.[42][43] Íran gerði hefndarárás með ómönnuðum loftförum, flugskeytum og eldflaugum. Níu af þeim náðu skotmörkum í Ísrael.[44][45][46] Herir Vesturlanda og Jórdaníu aðstoðuðu Ísraelsher við að skjóta niður íranska dróna.[47][48] Þetta var mesta drónaárás sögunnar,[49] stærsta flugskeytaárás í sögu Írans,[50] fyrsta beina árás Írans á Ísrael[51][52] og fyrsta skiptið sem Ísrael varð fyrir beinni árás erlends ríkishers frá 1991.[53] Þetta var á sama tíma og spenna jókst vegna innrásar Ísraels á Gasaströndina. Í maí 2024 fórst Raisi í þyrluslysi. Í júní var fyrrum heilbrigðisráðherra, umbótasinninn Masoud Pezeshkian, kjörinn forseti.[54][55]
Íran er skipt í fimm landshluta sem aftur skiptast í 31 fylki (ostān). Yfir hverju fylki er skipaður landstjóri (ostāndār). Fylkin skiptast í sýslur (shahrestān) sem aftur skiptast í umdæmi (bakhsh) og undirumdæmi (dehestān).
Íran er það land í heiminum þar sem þéttbýlisvæðing er hvað hröðust. Frá 1952 til 2002 óx hlutfall íbúa í þéttbýli úr 27% í 60%. Samkvæmt spá Sameinuðu þjóðanna munu 80% íbúa búa í þéttbýli árið 2030. Þær borgir sem vaxið hafa hraðast eru Teheran, Isfahan, Avaz og Qom. Íbúafjöldi í Teheran er um 8,1 milljón. Borgin er bæði efnahagsleg og stjórnsýsluleg höfuðborg landsins auk þess að vera miðstöð samskipta og fólksflutninga.
Önnur stærsta borg Írans er Mashhad með um 2,7 milljón íbúa. Hún er helg borg meðal sjíamúslima því þar er helgidómur Reza. Á milli 15 og 20 milljónir pílagríma heimsækja borgina árlega.
Þriðja stærsta borgin er Isfahan með um 1,7 milljón íbúa. Isfahan var höfuðborg Persaveldis Safavída og átti sitt blómaskeið á 17. og 18. öld. Þar er mikið af sögulegum minjum. Í Isfahan er ein stærsta verslunarmiðstöð heims, Isfahan City Center.
Fjórða stærsta borg landsins er iðnaðarborgin Karaj með um 1,6 milljón íbúa. Borgin stendur við rætur Alborzfjalla. Þar eru stórar verksmiðjur sem framleiða vefnaðarvöru, sykur, stálvíra og áfengi.
Tabriz er fimmta stærsta borg landsins með um 1,4 milljón íbúa. Borgin var fyrsta höfuðborg Safavída. Tabriz er önnur stærsta iðnaðarborg landsins á eftir Teheran og var önnur fjölmennasta borgin fram undir lok 7. áratugarins.
Sjötta stærsta borg Írans er Shiraz með um 1,4 milljón íbúa. Hún er höfuðborg Farsfylkis. Hún var höfuðborg landsins á valdatíma Zandættar frá 1750 til 1794. Rústir tveggja helstu borga Persaveldis, Persepólis og Pasargadae er að finna í nágrenni borgarinnar.
Íran liggur aðallega á Írönsku hásléttunni nema við Kaspíahaf og í héraðinu Khuzestan í vestri. Landið er eitt það fjalllendasta í heimi og margir fjallgarðar skipta hásléttunni upp. Flestir þeirra eru í vesturhlutanum sem jafnframt er þéttbýlasti hlutinn. Þar eru Kákasusfjöll, Zagrosfjöll og Alborzfjöll. Hæsti tindur Írans er Damavandfjall sem rís 5610 metra yfir sjávarmáli. Það er jafnframt hæsta fjall Evrasíu vestan við Hindu Kush.
Einu stóru slétturnar er að finna við strönd Kaspíahafs og norðurströnd Persaflóa þar sem landamæri Írans og Íraks liggja við ána Arvand Rood. Minni sléttur er að finna við strönd Persaflóa, við Hormússund og Ómanflóa.
Eitt frægasta spendýr Írans er asíublettatígur sem er í bráðri útrýmingarhættu. Stofninn hrundi eftir írönsku byltinguna 1979. Persneskur hlébarði er stærsta undirtegund hlébarða og lifir aðallega í norðurhluta landsins. Hann er líka í útrýmingarhættu. Áður lifðu asíuljón og kaspíahafstígur í landinu en þeim var útrýmt snemma á 20. öld.
Að minnsta kosti 74 tegundir lífvera í Íran eru á rauðum lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna. Iðnaðarþróun, vaxandi þéttbýli og námavinnsla ógna líffræðilegri fjölbreytni landsins. Íransþing hefur ítrekað heimilað nýtingu náttúruauðlinda án tillits til áhrifa þess á náttúru og dýralíf.
Tilvísanir
↑„Iran“. The World Factbook. Central Intelligence Agency (United States). Sótt 24. maí 2018.
↑ 2,02,1MacKenzie, David Niel (1998). „Ērān, Ērānڑahr“. Encyclopedia Iranica. 8. árgangur. Costa Mesa: Mazda. Afrit af uppruna á 13. mars 2017. Sótt 8. ágúst 2011.
↑Schmitt, Rüdiger (1987). „Aryans“. Encyclopedia Iranica. 2. árgangur. New York: Routledge & Kegan Paul. bls. 684–687. Afrit af uppruna á 20. apríl 2019. Sótt 11. mars 2016.
↑Borjian, Maryam; Borjian, Habib (2011). „Plights of Persian in the Modernization Era“. Í Fishman, Joshua A; García, Ofelia (ritstjórar). Handbook of Language and Ethnic Identity: Volume 2: The Success-Failure Continuum in Language and Ethnic Identity Efforts (enska). New York: Oxford University Press. bls. 266. ISBN978-0-19-539245-6.
↑Foundation, Encyclopaedia Iranica. „Welcome to Encyclopaedia Iranica“. iranicaonline.org (bandarísk enska). Afrit af uppruna á 10. apríl 2010. Sótt 3. apríl 2024.
Mekor BaruchLingkunganNegara IsraelProvinsiYerusalemKotaYerusalemZona waktuUTC+3 (EAT) • Musim panas (DST)UTC+3 (EAT) Mekor Baruch adalah sebuah lingkungan di kota suci Yerusalem di Provinsi Yerusalem, tepatnya di sebelah timur Israel.[1] Referensi ^ National Geospatial-Intelligence Agency. GeoNames database entry. (search Diarsipkan 2017-03-18 di Wayback Machine.) Accessed 12 May 2011. lbsLingkungan di YerusalemLingkungan-lingkungan Yerusalem sebelah timur garis genc...
Borough in Estonia Small borough in Põlva County, EstoniaVõõpsuSmall boroughFormer fire shed in VõõpsuVõõpsuLocation in EstoniaCoordinates: 58°05′N 27°32′E / 58.083°N 27.533°E / 58.083; 27.533CountryEstoniaCountyPõlva CountyMunicipalityRäpina ParishPopulation (2011 Census) • Total195 Võõpsu is a small borough (Estonian: alevik) in Räpina Parish, Põlva County, Estonia. As of the 2011 Census, the settlement's population was 195.[...
This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Football in North Macedonia – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (October 2022) (Learn how and when to remove this template message) Football in North MacedoniaThe Toše Proeski Arena in Skopje is the home of the North Macedonia national football teamC...
Al diavolo la celebritàMisha Auer nella scena iniziale del filmLingua originaleitaliano Paese di produzioneItalia Anno1949 Durata100 min Dati tecniciB/N Generecomico RegiaMario Monicelli, Steno SoggettoMario Monicelli, Steno (da Goethe) SceneggiaturaErnesto Calindri, Hobbes Dino Cecchini, Mario Monicelli, Steno, Geo Tapparelli ProduttoreMaleno Malenotti Casa di produzioneProduttori Associati, Scalera Film Distribuzione in italianoScalera FotografiaLeonida Barboni, Tonino Delli Colli Montaggi...
Highest mountain in Kenya Mount KenyaHighest pointElevation5,199 m (17,057 ft)[1]Prominence3,825 m (12,549 ft)[1]Ranked 32ndIsolation323 km (201 mi) ListingSeven Second SummitsCountry high pointUltraCoordinates0°9′03″S 37°18′27″E / 0.15083°S 37.30750°E / -0.15083; 37.30750[1]NamingNative nameKĩrĩnyaga (Gikuyu)Ki Nyaa (Kamba)Kirinyaa (Embu)GeographyMount KenyaKenya Topo mapMount...
Lumban BalikDesaPeta lokasi Desa Lumban BalikNegara IndonesiaProvinsiSumatera UtaraKabupatenTobaKecamatanHabinsaranKode pos22383Kode Kemendagri12.12.04.2006 Luas29,75 km²Jumlah penduduk279 jiwa (2016)Kepadatan9,38 jiwa/km² Lumban Balik adalah salah satu desa di Kecamatan Habinsaran, Kabupaten Toba, Provinsi Sumatera Utara, Indonesia. Pemerintahan Kepala Desa Lumban Balik pada tahun 2021 adalah Marihot Sianipar.[1] Sosial Kemasyarakatan Suku Mayoritas penduduk Desa Lumban Balik ...
Запрос «Ли Юань» перенаправляется сюда; о снукеристе см. Ли Юань (снукерист). В Википедии есть статьи о других людях с именем Гао-цзу. Ли Юань唐高祖 1-й император эпохи Тан Дата рождения 8 апреля 566(0566-04-08)[1] Место рождения Чанъань, Северная Чжоу Дата смерти 25 июня 635(0635-06-25...
Museum in Miami, Florida HistoryMiami MuseumLocation in Downtown MiamiShow map of Central MiamiHistoryMiami (Florida)Show map of FloridaLocation101 W Flagler St Miami, FL 33130Public transit access Government CenterWebsitehistorymiami.org HistoryMiami Museum, formerly known as the Historical Museum of Southern Florida, is a museum located in Downtown Miami, Florida, United States. HistoryMiami Museum is the largest history museum in the State of Florida. HistoryMiami houses four permanent gal...
English actor (born 1977) Orlando BloomBloom in 2013BornOrlando Jonathan Blanchard Copeland Bloom (1977-01-13) 13 January 1977 (age 47)Canterbury, Kent, EnglandEducationGuildhall School of Music and Drama (BA)OccupationActorYears active1994–presentSpouse Miranda Kerr (m. 2010; div. 2013)PartnerKaty Perry (2016–present)Children2 Orlando Jonathan Blanchard Copeland Bloom[1] (born 13 January 1977)[2][3] is ...
كييشي أيشي (باليابانية: 愛知敬一) معلومات شخصية الميلاد 25 يوليو 1880(1880-07-25)طوكيو تاريخ الوفاة 23 يونيو 1923 (42 سنة) سبب الوفاة تسمم غذائي مواطنة اليابان الحياة العملية المدرسة الأم جامعة طوكيو المهنة فيزيائي موظف في جامعة طوكيو، وجامعة كيوتو، وجامعة توهوكو...
This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Registration organ – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (December 2012) (Learn how and when to remove this message) Registration is the technique of choosing and combining the stops of a pipe organ in order to produce a particular sound. Registrat...
Università di Ginevra L'università di Ginevra UbicazioneStato Svizzera CittàGinevra Dati generaliNome latinoSchola Genevensis Fondazione1559 FondatoreGiovanni Calvino Tipouniversità pubblica di ricerca RettoreJean-Dominique Vassalli Studenti14,489 AffiliazioniGruppo di Coimbra, LERU, EUA, 4EU+ Mappa di localizzazione Sito web Modifica dati su Wikidata · Manuale L'Università di Ginevra - originariamente chiamata Accademia di Ginevra - è stata fondata nel 1559 sotto l'infl...
Pour l’article homonyme, voir Simmons. Ron SimmonsRon Simmons en 2020Données généralesNom de naissance Ron SimmonsNom de ring FaarooqNationalité AméricainNaissance 15 mai 1958 (66 ans)PerryTaille 6′ 2″ (1,88 m)[1]Poids 270 lb (123 kg)[1]Catcheur retraitéFédération Mid-Atlantic Championship Wrestling (en)World Championship WrestlingWorld Wrestling Federation / EntertainmentEntraîneur Hiro Matsuda[2]Carrière pro. 1986 - 2010modifier - modifier le c...
2008 2015 Élections cantonales de 2011 dans l'Aisne 21 des 42 sièges du conseil général 20 et 27 mars 2011 Type d’élection Élections cantonales Corps électoral et résultats Inscrits 179 521 Votants au 1er tour 85 606 47,69 % Votes exprimés au 1er tour 83 148 Votants au 2d tour 61 033 48,08 % Votes exprimés au 2d tour 56 098 PS – Yves Daudigny Liste PSPRGDVGEÉLVPCFPG Voix au 1er tour 40 022 48,13 % ...