Barein (arabíska: البحرين al-Baḥrayn), formlega Konungsríkið Barein (arabíska: مملكة البحرين Mamlakat al-Baḥrayn), er eyríki í Persaflóa úti fyrir ströndSádi-Arabíu í vestri og Katar í suðri. Barein er lítill eyjaklasi með 51 náttúrulegri og 33 manngerðum eyjum, þar sem stærsta eyjan, Barein, nær yfir 83% af landi ríkisins. Landið tengist Sádi-Arabíu með vegbrú, Fahd-vegtengingunni, og í bígerð er að byggja brú til Katar einnig. Meira en helmingur af 1,5 milljón íbúum landsins eru ekki bareinskir að uppruna. Landið er aðeins 780 ferkílómetrar að stærð og er því þriðja minnsta land Asíu, á eftir Maldíveyjum og Singapúr. Manama er bæði höfuðborg landsins og stærsta borgin.
Barein er flatlendur og þurr eyjaklasi í Persaflóa. Lág eyðimerkurslétta hækkar örlítið að lágum bakka í miðjunni þar sem hæsti punktur landsins er Reykfjall (Jabal ad Dukan) 134 metrar á hæð.[6] Barein var áður 665 ferkílómetrar að stærð, en vegna endurheimtar lands er það nú 780 ferkílómetrar.[7]
Barein er oft sagt vera eyjaklasi 33 eyja,[8] en vegna endurheimtar lands taldi það 84 eyjar árið 2008.[9] Barein á engin landamæri að öðru landi, en er með 161 km langa strandlengju og gerir tilkall til bæði 12 mílna landhelgi og 24 mílna aðliggjandi lögsögu. Stærstu eyjar eyjaklasans eru Bareineyja, Hawar-eyjar, Muharraq-eyja, Umm an Nasan og Sitra. Loftslag í Barein einkennist af mildum vetrum og heitum, rökum sumrum. Helstu náttúruauðlindir eru miklar olíulindir, jarðgaslindir og fiskimið undan ströndum landsins. Ræktarland er aðeins 2,82% af þurrlendinu.[10]
Stjórnmál
Stjórnsýslueiningar
Fyrsta sveitarfélagið í Barein var Manama sem var stofnað í júlí 1919.[11] Sveitarstjórnarmenn voru kosnir árlega. Sveitarfélagið var sagt vera það fyrsta í Arabaheiminum.[11] Sveitarfélagið bar ábyrgð á hreinsun gatna og leigu húsnæðis. Árið 1929 hóf það vegagerð auk þess að opna markaði og sláturhús.[11] Árið 1958 hóf sveitarfélagið hreinsun vatns.[11] Árið 1960 voru fjögur sveitarfélög í Barein: Manama, Hidd, Al Muharraq og Riffa.[12] Á næstu 30 árum var þessum 4 sveitarfélögum skipt í 12 sveitarfélög eftir því sem bæir eins og Hamad-bær og Isa-bær uxu.[12] Þessum sveitarfélögum var stýrt af sveitarstjórnarráði í Manama og fulltrúar þess voru skipaðir af konungi.[13]
Fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í Barein eftir að landið fékk sjálfstæði 1971, voru haldnar 2002.[14] Þær síðustu voru haldnar 2010. Sveitarfélögin voru:
↑Abdulla, Mohammed Ahmed; Zain al-'Abdeen, Bashir (2009). تاريخ البحرين الحديث (1500–2002) [Modern History of Bahrain (1500–2002)]. Bahrain: Historical Studies Centre, Bareinháskóli. bls. 26, 29, 59. ISBN978-99901-06-75-6.
↑„Bahrain Government“. Permanent Mission of the Kingdom of Bahrain to the United Nations. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júní 2012. Sótt 5. júlí 2012.