Sýsla eru forn stjórnsýslueining innan tiltekins lands eða ríkis. Í Evrópu voru sýslur yfirleitt landssvæði sem voru undir dómsvaldi jarls, hertoga eða greifa.
Sýslur á Íslandi
Á Íslandi er aldalöng hefð fyrir skiptingu landsins í sýslur en þær eru ekki lengur opinberlega í gildi. Þó eru í gildi embætti sýslumanna en stjórnsýsluumdæmi sýslumanna ráðast af legu sveitarfélaga. Í daglegu tali er enn talað um sýslur.