Paolo Gentiloni Silveri (fæddur í Róm, 22. nóvember 1954) er ítalskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Áður var Gentiloni almennur þingmaður og ráðherra fjarskiptamála og utanríkisráðherra.[1] Gentiloni kemur úr Lýðræðisflokknum en er ekki formaður hans. Ríkisstjórn hans mynduðu sósíaldemókratar ásamt smáflokk, vinstriklofningi úr Forza Italia, flokki Silvio Berlusconi.
Áður en hann tók sæti á þingi starfaði Gentiloni sem blaðamaður. Hann hefur háskólapróf í stjórnmálafræði.