Amintore Fanfani

Amintore Fanfani
Frá fundi átta helstu iðnríkja heims 1983. Amintore Fanfani er lengst til hægri.

Amintore Fanfani (6. febrúar 190820. nóvember 1999) var ítalskur stjórnmálamaður, félagi í kristilega demókrataflokknum og forsætisráðherra Ítalíu í sex ríkisstjórnum frá 1954 til 1987.

Fanfani var menntaður í hagsögu og var fylgismaður fasismans á Ítalíu og ritaði meðal annars greinar í tímaritið Difesa della Razza, málgagn kynþáttahyggjunnar á Ítalíu. Hann tók að breyta um skoðun (líkt og fleiri) eftir 1943. Eftir að Mussolini sagði af sér 24. júlí 1943 flúði hann til Sviss þar sem hann hélt sig þar til eftir frelsun Ítalíu.

Hann gerðist síðan félagi í kristilega demókrataflokknum og tók þátt í samningu stjórnarskrárinnar 1946. Hann er meðal annars höfundur einnar af grundvallarsetningum stjórnarskrárinnar, „Ítalía er lýðveldi sem grundvallast á vinnu“ („L'Italia è una Repubblica fondata sul lavoro“).

Hann varð fyrst ráðherra í fjórðu ríkisstjórn De Gasperis. 1954 myndar hann sína fyrstu ríkisstjórn, en tekst ekki að tryggja henni þingmeirihluta sem verður til þess að hún fellur eftir aðeins mánuð. Sama ár verður hann aðalritari kristilega demókrataflokksins. 1962 myndar hann sína fjórðu ríkisstjórn með stuðningi sósíalista, sem verður sú fyrsta í langri röð vinstri-miðjustjórna í sögu Ítalíu. Hann var forseti öldungadeildarinnar 1968 til 1973 og 1976 til 1982 og ráðherra í ýmsum ríkisstjórnum allt til ársins 1987.

Eftir Mani pulite og endalok kristilegra demókrata, gerðist hann félagi í hinum nýja Partito Popolare Italiano sem varð til úr leifum demókrataflokksins.


Fyrirrennari:
Giuseppe Pella
Forsætisráðherra Ítalíu
(1954 – 1954)
Eftirmaður:
Mario Scelba
Fyrirrennari:
Adone Zoli
Forsætisráðherra Ítalíu
(1958 – 1959)
Eftirmaður:
Antonio Segni
Fyrirrennari:
Fernando Tambroni
Forsætisráðherra Ítalíu
(1960 – 1963)
Eftirmaður:
Giovanni Leone
Fyrirrennari:
Giovanni Spadolini
Forsætisráðherra Ítalíu
(1982 – 1983)
Eftirmaður:
Bettino Craxi
Fyrirrennari:
Bettino Craxi
Forsætisráðherra Ítalíu
(1987 – 1987)
Eftirmaður:
Giovanni Goria