2004
Árið 2004 (MMIV í rómverskum tölum ) var 4. ár 21. aldar og hlaupár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu .
Atburðir
Janúar
Fyrsta litmyndin í hárri upplausn tekin á annarri plánetu, frá Spirit .
Febrúar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, í herbergi sínu í Harvard árið 2005.
Mars
Loftmynd af slysstað í Äänekoski í Finnlandi.
Apríl
Ein af myndunum frá Abu Ghraib sem birtust í fjölmiðlum.
Maí
1. maí - Kýpur , Eistland , Lettland , Litháen , Malta , Pólland , Slóvakía , Slóvenía , Tékkland og Ungverjaland urðu aðilar að Evrópusambandinu.
9. maí - Achmat Kadyrov , forseti Téténíu, lést í sprengjuárás í Grosní.
14. maí - Friðrik krónprins Dana gekk að eiga Mary Elizabeth Donaldson frá Ástralíu.
15. maí - Úkraína sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2004 með laginu „Wild Dances“ sem Ruslana flutti.
22. maí - Filippus, prins af Astúrías , gekk að eiga Letiziu Ortiz .
24. maí - Alþingi samþykkti umdeilt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum .
24. maí - Samtök Napóleonsborga voru stofnuð í Evrópu.
29. maí - Blóðbaðið í Khobar : Hryðjuverkamenn á vegum Al-Kaída myrtu 22 í bænum Khobar í Sádí-Arabíu.
29. maí - Sameinuðu þjóðirnar lýstu þennan dag Friðargæsludaginn .
Júní
Venus ber við sólu.
Júlí
Brúin Stari Most opnuð að nýju.
Ágúst
Opnunarhátíð Sumarólympíuleikanna 2004.
September
Sjósetning Havhingsten fra Glendalough .
Október
Flugmaðurinn Brian Binnie segir frá vel heppnuðu flugi SpaceShipOne. Á bak við hann standa meðal annarra Richard Branson og Paul Allen .
Nóvember
Appelsínugula byltingin í Úkraínu.
Desember
Flóðbylgjan í Indlandshafi ríður yfir strönd á Taílandi.
1. desember - Þórólfur Árnason sagði af sér embætti borgarstjóra í Reykjavík vegna olíusamráðsmálsins .
3. desember - Appelsínugula byltingin : Hæstiréttur Úkraínu ógilti forsetakosningarnar vegna kosningasvindls.
7. desember - Hamid Karzai tók við embætti sem fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afganistan.
8. desember - Nathan Gale skaut gítarleikara Pantera , Dimebag Darrell , ásamt fjórum öðrum til bana á tónleikum í Columbus , Ohio.
12. desember - Appelsínugula byltingin : Læknar í Austurríki staðfestu að eitrað hefði verið fyrir Viktor Júsjenkó með díoxíni fyrir kosningarnar.
14. desember - Hæsta brú heims, Millau-dalbrúin , var opnuð í Frakklandi.
15. desember - Bandaríska skákmanninum Bobby Fischer var veitt landvistarleyfi á Íslandi.
15. desember - Íslenska ríkið keypti tíu þúsund skopteikningar eftir Sigmund Johanson Baldvinsen sem áður höfðu birst í Morgunblaðinu .
21. desember - Íraskir uppreisnarmenn gerðu árás á herstöð Bandaríkjamanna í Mósúl . 22 létust í árásinni.
26. desember - Stór flóðbylgja skall á ströndum við Indlandshaf . Um 200.000 manns létu lífið í Taílandi , Indlandi , Srí Lanka , Maldíveyjum , Malasíu , Mjanmar , Bangladess og Indónesíu .
31. desember - Hæsti skýjakljúfur heims, Taipei 101 , var opnaður.
31. desember - Appelsínugula byltingin : Viktor Janúkóvitsj sagði af sér embætti forseta Úkraínu.
Ódagsettir atburðir
Fædd
Dáin
13. janúar - Arne Næss yngri , norskur fjallgöngugarpur og viðskiptajöfur (f. 1937 ).
13. janúar - Harold Shipman , breskur raðmorðingi (f. 1946 ).
23. janúar - Vasílíj Mítrokhín , rússneskur leyniþjónustumaður (f. 1922 ).
23. janúar - Helmut Newton , ástralskur ljósmyndari (f. 1920 ).
24. janúar - Leônidas da Silva , brasilískur knattspyrnumaður (f. 1913 ).
2. febrúar - Bernard McEveety , bandarískur leikstjóri (f. 1924 ).
3. febrúar - Matthías Viðar Sæmundsson , íslenskur bókmenntafræðingur (f. 1954 ).
15. febrúar - Hasse Ekman , sænskur leikari og leikstjóri (f. 1915 ).
17. febrúar - José López Portillo , forseti Mexíkó (f. 1920 ).
17. febrúar - Cameron Todd Willingham , bandarískur meintur morðingi (f. 1968 ).
21. febrúar - Svava Jakobsdóttir , íslenskur rithöfundur (f. 1930 ).
26. febrúar - Boris Trajkovski , fyrrum forseti Makedóníu (f. 1956 ).
9. mars - Albert Mol , hollenskur leikari (f. 1917 ).
20. mars - Júlíana Hollandsdrottning (f. 1909 ).
22. mars - Ahmed Jassin , leiðtogi Hamas (f. 1937 ).
14. apríl - Haraldur Blöndal , hæstaréttarlögmaður (f. 1946 ).
18. apríl - Ratu Sir Kamisese Mara , fyrsti forsetisráðherra Fídjieyja (f. 1920 ).
27. apríl - Jónas Svafár , íslenskt skáld (f. 1925 ).
14. maí - Jesús Gil , spænskur stjórnmálamaður og forseti Atlético Madrid (f. 1933 ).
5. júní - Ronald Reagan , fyrrverandi forseti Bandaríkjanna (f. 1911 ).
10. júní - Ray Charles , bandarískur tónlistarmaður (f. 1930 ).
1. júlí - Marlon Brando , bandarískur leikari (f. 1924 ).
23. júlí - Piero Piccioni , ítalskur píanóleikari (f. 1921 ).
28. júlí - Francis Crick , enskur líffræðingur (f. 1916 ).
14. ágúst - Czesław Miłosz , pólskur rithöfundur (f. 1911 ).
1. ágúst - Sidney Morgenbesser , bandarískur heimspekingur (f. 1921 ).
18. ágúst - Gylfi Þ. Gíslason , íslenskur stjórnmálamaður (f. 1917 ).
3. september - Pétur Kristjánsson , íslenskur tónlistarmaður (f. 1951 ).
12. september - Max Abramovitz , bandarískur arkitekt (f. 1908 ).
14. september - John Seymour , enskur búfræðingur (f. 1914 ).
3. október - Janet Leigh , bandarísk leikkona (f. 1927 ).
5. október - Maurice Wilkins , breskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1916 ).
8. október - Jacques Derrida , franskur heimspekingur (f. 1930 ).
10. október - Christopher Reeve , bandarískur leikari (f. 1952 ).
11. nóvember - Yasser Arafat , forseti palestínsku heimastjórnarinnar (f. 1929 ).
28. nóvember - Sigurður Geirdal , bæjarstjóri Kópavogs (f. 1939 ).
28. desember - Jerry Orbach , bandarískur leikari (f. 1935 ).