Björk Guðmundsdóttir

Björk
Mynd af Björk
Björk árið 2022
Fædd
Björk Guðmundsdóttir

21. nóvember 1965 (1965-11-21) (59 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • tónskáld
  • upptökustjóri
  • leikari
Ár virk1975–í dag
MakiÞór Eldon
(g. 1986; sk. 1987)
Matthew Barney
(2002–2013)[1]
Börn2
ForeldrarGuðmundur Gunnarsson
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • flauta
  • píanó
Útgefandi
Áður meðlimur í
Vefsíðabjork.com
Undirskrift
Björk (2001)

Björk Guðmundsdóttir (f. 21. nóvember 1965), best þekkt sem Björk, er íslensk tónlistarkona sem hefur náð alþjóðlegri hylli. Hún hóf tónlistarferil sinn með píanónámi þegar hún var ellefu ára. Ári síðar, eða 1977, kom út platan Björk þar sem hún söng meðal annars þekkt íslensk barnalög. Stuttu síðar fór pönktónlist að hafa áhrif á hana en einnig djasstónlist.

Snemma á ferli sínum var hún í nokkrum pönk- og djass-fusion hljómsveitum. Árið 1983 stofnaði hún ásamt fimm öðrum hljómsveitina KUKL, sem síðan þróaðist út í hljómsveitina Sykurmolarnir. Með þeirri hljómsveit hlaut Björk fyrst heimsfrægð. Þegar Sykurmolarnir hættu árið 1992 hóf hún sólóferil og hefur á honum gefið út 10 plötur, þar af 3 safndiska og einn með tónlistinni við kvikmynd Lars von Triers, Myrkradansarinn, en hún bæði lék aðalhlutverkið og samdi tónlistina við myndina. Björk var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið „I've Seen It All“ úr Myrkradansaranum árið 2000.

Björk hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir tónlist sína, meðal annars Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1997 og nokkrar tilnefningar til Grammy-verðlauna.

Björk lét húðflúra galdrastafinn Vegvísi á vinstri handlegg sinn.

Foreldrar Bjarkar eru Guðmundur Gunnarsson (f. 1945) fyrrverandi formaður RSÍ og Hildur Rúna Hauksdóttir (1946–2018) hómopati og náttúruverndarsinni.

Plötur

Tappi Tíkarrass

KUKL

  • Söngull (1983)
  • Satt 3 (1984)
  • The Eye (1984)
  • KUKL í Paris 18.9.84 (1984)
  • Holidays In Europe (The Naughty Nought) (1986)

Sykurmolarnir

  • Life's Too Good (1988)
  • Here Today, Tomorrow, Next Week! (1989)
  • Stick Around For Joy (1992)
  • It's-It (1992) (endurhljóðblandanir)

Annað með Sykurmolunum

  • Sugarcubes Interview Disc (1988)
  • The Great Crossover Potential (1998) (greatest hits)

Björk

Annað

Ásamt öðrum

Kvikmyndir

Tengt efni

Tilvísanir

  1. Pareles, Jon (30. janúar 2015). „Sometimes Heartbreak Takes a Hostage“. The New York Times. Sótt 25. mars 2015.

Tenglar