Vasílíj Níkítín Mítrokhín (á rússnesku Василий Никитич Митрохин) (fæddur 3. mars 1922, dáinn 23. janúar 2004) var major í öryggislögreglu Ráðstjórnarríkjanna, KGB, og sinnti aðallega skjalavörslu. Hann flýði 1992 með fjöldann allan af gögnum öryggislögreglunnar til Bretlands og hafa þau komið út í tveimur stórum bindum, The Mitrokhin Files. Meðhöfundur hans að bókunum er Andrew Young. Mitrokhin var einhvern tíma á Íslandi á fyrra helmingi sjöunda áratugar en ekki er vitað undir hvaða nafni hann duldist né hvaða verkefnum hann sinnti.