15. apríl - Reykjavík var gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi með eigin bæjarfógeta skv. konungsúrskurði. Fyrstur til að gegna því embætti var Daninn Rasmus Frydensberg. Fulltrúi hans var Finnur Magnússon. Auk þess voru skipaðir tveir lögregluþjónar og voru báðir danskir.
Um tíðarfar ársins hefur Jón Espólín þessi orð: „Þat vor var hit kaldasta, ok svo öndvert sumar, ok voru hafísar við land“[1]