Í Dönsku Vestur-Indíum var einkum ræktaður sykur, og byggði framleiðslan á vinnuafli þræla, þar til þrælahald var formlega afnumið þar árið 1848. Dönsk stjórnvöld og fyrirtæki undir þeirra verndarvæng eru talin hafa flutt yfir 100.000 manns frá Afríku í þrældóm í Vesturálfu, þar af um 80.000 í þrældóm á þessum nýlendum Dana sjálfra.[1]
Danska ríkið reyndi svo nokkrum sinnum að selja eyjarnar á síðari hluta 19. aldar. Að lokum keyptu Bandaríkin þær fyrir 25 milljón dali árið 1917. Síðan þá hafa eyjarnar heitið Bandarísku Jómfrúaeyjar.
↑Sjá t.d. „The History of The Danish Negro Slave Trade, 1733–1807“, eftir Svend Erik Green-Pedersen í tímaritinu Revue française d'histoire d'outre'mer, 1975, s. 196–220.