23. febrúar - Jósef 1. Portúgalskonungur stóð af sér valdaránstilraun. Nær 500 voru handteknir og flestir dæmdir. Um 15 voru hengdir og 60 sendir í útlegð til portúgalskra nýlenda síðar á árinu.
21. mars - Svíþjóð myndaði bandalag með Austurríki og Frakklandi gegn Prússlandi og lagði til 25.000 hermenn til að steypa Friðrik mikla, Prússakóngi af stóli.
6. apríl - William Pitt eldri, leiðtogi Breta í sjö ára stríðinu, var leystur af störfum af stjórnvöldum vegna ósigra gegn Frökkum í Ameríku. Hann sneri hins vegar aftur eftir ákall almennings.