Játvarður 8. er eini breski þjóðhöfðinginn, sem hefur sagt af sér. Hann undirritaði afsagnarskjölin þann 10. desember1936 og breska þingið samþykkti afsögnina daginn eftir. Aðeins tveir konungar í breskri sögu hafa setið skemur en hann en það voru lafði Jane Gray (9 eða 13 daga) og Játvarður V (um 2 mánuði), en ekkert þeirra var krýnt.
Ástæða afsagnarinnar var samband Játvarðar við Wallis Simpson, sem var fráskilin bandarísk kona og það féll breskum yfirvöldum illa í geð. Þau giftust eftir að hann sagði af sér.