Írland

Gervihnattamynd í réttum litum af „eyjunni grænu“ eins og Írland er stundum kallað
Þéttbýlisstaðir á Írlandi.
Upphleypt kort af Írlandi.
Carrauntoohil er hæsti punktur Írlands.

Írland (enska Ireland, gelíska Éire) er þriðja stærsta eyja Evrópu á eftir Stóra-Bretlandi og Íslandi. Hún liggur vestan við Stóra-Bretland og Írlandshaf en að Atlantshafi í vestri. Eyjunni er skipt upp annars vegar í Norður-Írland sem er hluti af Bretlandi og hins vegar Írska lýðveldið sem tekur yfir bróðurpartinn af eyjunni sunnanverðri. Íbúar Írlands eru um 7 milljónir (2022), þar af búa um 5,1 milljónir í Írska lýðveldinu og 1,9 milljónir á Norður-Írlandi .

Saga Írlands

Skipting eyjunnar í „norður“ og „lýðveldi“ er tiltölulega nýleg þróun en sú skipan komst á árið 1920 eftir nokkur hundruð ár af kúgun og misheppnuðum byltingum gegn völdum Englendinga yfir eyjunni. Írland hefur verið í byggð í um það bil 9000 ár en lítið er þó vitað um tíman fyrir kristnitöku, einu heimildirnar eru nokkrar frásagnir Rómverja, írsk ljóð og þjóðsögur auk fornleifa. Fyrstu íbúarnir komu um 8000 f. Kr. á steinöld, þeir reistu mikla steina sem oft var raðað eftir stjörnufræðilegum mynstrum. Á bronsöld sem hófst um 2500 f. Kr. hófst framleiðsla á ýmsum munum og vopnum úr gulli og bronsi. Járnöldin á Írlandi er yfirleitt samtengd Keltum sem tóku að nema land á eyjunni í nokkrum bylgjum á milli 8. og 1. aldar f.Kr. Keltarnir skiptu eyjunni upp í 5 eða fleiri konungdæmi. Rómverjar kölluðu Írland: „Hiberníu“ en lítið er vitað um samband þeirra við þjóðflokka Hiberníu. Árið 100 e. Kr. skrásetti Ptólemíus landafræði eyjunnar og þjóðflokka hennar af mikilli nákvæmni.

Talið er að árið 432 hafi Heilagur Patrekur komið til Írlands og hafið að snúa íbúunum til Kristni. Hin nýju trúarbrögð mörkuðu endalok drúídahefðanna. Írskir fræðimenn lögðu stund á latnesk fræði og kristna guðfræði í klaustrunum sem blómstruðu á Írlandi á þessum tíma, og stóðu reyndar framar öðrum evrópskum fræðimönnum í því að varðveita latínuna í gegnum hinar „myrku miðaldir“. Þessari gullöld lauk með innrásum Víkinga sem hófust á 9. öld og stóðu í u.þ.b. 200 ár, Víkingarnir rændu klaustur og bæi og stofnuðu marga bæi á ströndum Írlands.

Árið 1172 sölsaði Hinrik 2. Englandskonungur undir sig írsk lönd og á 13. öld var farið að innleiða ensk lög. Ítök Englendinga náðu í fyrstu einungis til svæðisins í kringum Dyflinni sem þá gekk undir nafninu Pale en tóku að breiðast út á 16. öld og við lok þeirrar 17. var hið gelíska samfélag liðið undir lok. Á miðri 19. öld reið kartöfluhungursneyðin mikla yfir eyjuna. Aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart þessari kreppu leiddi til þess að milljónir sultu og mikill fjöldi flutti úr landi til Bretlands, Norður-Ameríku og Ástralíu. Íbúafjöldi eyjunnar hrapaði úr 8 milljónum fyrir hungursneyðina niður í 4,4 milljónir 1911. Ensk áhrif héldu áfram að breiðast út og enska varð útbreiddasta tungumálið, en á sama tíma tók að bera á háværari röddum um aðskilnað frá breskum stjórnvöldum og sjálfstæði Írlands.

Sjálfstæðissinnar gerðu tilraun til að ná fram markmiðum sínum með Páskauppreisninni 1916, uppreisnin var þó að mestu bundin við Dyflinni. Stuðningur við uppreisnarmennina var fjarri því almennur meðal Íra en aðferðir Breta við að bæla hana niður og aftökurnar sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikla reiði og juku aðeins á kröfurnar um sjálfstætt Írland. Stríð milli Breta og Íra braust út 1919 og stóð til 1921 og það leiddi til stofnunar Suður-Írlands (sem varð svo þekkt sem Írska fríríkið) og Norður-Írlands sem áfram hélt sambandi við Bretland.

Hið nýja Írska fríríki átti í miklum erfiðleikum á sínum fyrstu árum, atvinnuleysi var mikið og brottflutningur fólks einnig. Árið 1937 var ný stjórnarskrá innleidd í fríríkinu sem stofnsetti ríkið Éire sem varð lýðveldi árið 1949. Hlutleysi ríkisins í síðari heimsstyrjöld bjargaði því frá hryllingi stríðsins en það bitnaði þó á íbúunum í formi skömmtunar á mat og kolum. Allt fram á 9. áratuginn var Írland álitið vera með vanþróaðri svæðum Evrópu en á þeim 10. tók loks að birta til og jókst hagvöxtur gríðarlega og nútímavæðing hóf innreið af krafti og leiddi til viðsnúnings á fólksflutningunum þannig að fólk tók aftur að flytja til Írlands.

Þegar Norður-Írland var stofnað fékk það einnig eigið þing þar sem sambandssinnar (fylgjandi áframhaldandi tengslum við Bretland) réðu lengst af lögum og lofum. Á 7. áratugnum jókst fylgi hreyfinga sem börðust fyrir réttindum kaþólika og til átaka kom á blóðuga sunnudeginum árið 1972 en þá drápu breskir hermenn 27 Íra í kröfugöngu í Derry. Þetta leiddi til langvarandi og ofbeldisfullra átaka í Norður-Írlandi sem stóðu í 3 áratugi og náði stöku sinnum einnig til Bretlands, sérstaklega á 9. áratugnum.

Þann 10. apríl 1998 var skrifað undir „Sáttmála föstudagsins langa“ þar sem leitast er við að deila völdum á Norður-Írlandi á milli sambandssinna sem vilja áfram vera í sambandi við Bretland og þjóðernissinna sem vilja sameinast Írska lýðveldinu. Völdin sem sáttmálinn fjallar um eru þó ekki mikil og hann hefur nokkrum sinnum verið nálægt því að rofna. Framtíð Norður-Írlands er enn þá óljós.

Árið 2018 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám fóstureyðinga í Lýðveldinu Írlandi. Samþykkt var að afnema bann við fóstureyðingum og voru um 2/3 því fylgjandi.

Konungsríkin fjögur

Áður fyrr var Írlandi skipt upp í fjögur konungsríki. Syðst var Munster, með höfuðborg sína í Cork; Leinster var í austri, og var Dyflinn höfuðborg þess. Nyrst var Ulster, sem spannar það svæði sem nú er Norður-Írland (að Monaghan-sýslu, Donegal-sýslu og Cavan-sýslu undanskildum). Belfast var höfuðborg Norður-Írlands lengst af. Loks var Connaught í vestri, en höfuðborg þess var Galway.

Þessi skipting er enn notuð í dag, en hvert þeirra er kallað sér umdæmi eða hérað.

Sýslur og héruð Írlands

Náttúrufar

Um 30 spendýrategundir finnast á Írlandi og eru nokkrar þeirra aðfluttar, svo sem sitkahjörturinn, kanínan, minkurinn og rottur. Greifingi er náttúrulegt spendýr á Írlandi. Hann er nokkuð algengur og finnst í öllum sýslum eyjunnar. Kjörlendi hans er skóglendi þar sem jarðvegur er tiltölulega þurr. Hreysiköttur er minnst írskra rándýra. Rauðrefir eru meðal algengustu spendýra á Írlandi og finnast um alla eyjuna, bæði í óbyggðum og nærri bæjum þar sem þeir hafa komist upp á lag með að éta afganga frá manninn. Önnur rándýr sem finnast á Írlandi eru hinn innflutti ameríski minkur og otur. Tvær tegundir héra lifa á Írlandi, gráhéri og snæhéri. Sitkahjörtur er innflutt tegund en árið 1860 voru fjögur slík dýr flutt til landsins frá Japan. Hjörðin stækkaði smám saman og eins og oft gerist sluppu einhver dýr frá því svæði sem tekið hafði verið frá fyrir þau. Þessi dýr tóku sér bólfestu í nærliggjandi skógum í Wiclowsýslu og eru nú allir sitkahirtir á Írlandi komnir af þessum strokugemlingum. Útbreiðsla sitkahjarta er einungis bundin við skóglendið í Wicklowsýslu og tveimur öðrum sýslum, Kerry og Fermanagh. Rauðhjörtur sem er stærstur þeirra þriggja dádýrategunda sem lifa á Írlandi, var áður mjög útbreiddur um alla eyjuna. Hungursneyðin sem geisaði á Írlandi á árunum 1845-47 olli því að rauðhirtir hurfu endanlega af stórum svæðum en má þó enn finna þá í Killarney og í Kerrysýslu. Brúnrotta og svartrotta bárust með mönnum.

Minnsta spendýr Írlands er dvergsnjáldran sem mælist aðeins örfáir cm á lengd og finnst um allt landið. Af öðrum spendýrategundum má nefna að sjö tegundir leðurblaka lifa á Írlandi og undan ströndinni er nokkuð um seli. Langalgengustu selategundirnar eru landselur og útselur.

Aðeins ein skriðdýrategund finnst í írskri náttúru en það er skógarskriðlan. Hins vegar eru þrjár tegundir froskdýra, litla mandra, norræni froskurinn og strandkarta.

Fuglalíf Írlands er fjölskrúðugt en alls verpa þar reglulega rúmlega 150 tegundir fugla á fjölbreyttum búsvæðum, sjávarhömrum, votlendi, skóglendi og heiðum svo dæmi séu tekin. Nokkrar ættkvíslir af kríu verpa á Írlandi. Af ránfuglum eru fjórar tegundir fálka, meðal annars smyrillinn og förufálki. Sparrhaukur verpir á Írlandi en það er ránfuglategund sem oft flækist til Íslands.

Þrjár tegundir hröfnunga verpa á Írlandi, hrafninn, bláhrafn og dvergkráka. Fjöldi annarra spörfugla verpir víðsvegar um landið svo sem sex tegundir af Turdus ættkvíslinni þar með talinn skógarþröstur og stari er víða í borgum og bæjum. [1]

Gróður hefur borist með fuglum og þegar landbrú var til Evrópu eftir ísöld. Af upprunalegum trjátegundum eru meðal annars: eik, hesli, birki, skógarfura, ilmreynir og víðir. Menn hafa komið með tré eins og beyki, hrossakastaníu, garðahlyn, greni, lerki og þin.[2]

Hæstu fjöllin eru í suðvestur-Írlandi. Hæsti punkturinn er Carrauntoohil í Kerry, 1038 metrar yfir sjávarmáli.

Tilvísanir

  1. Hvaða dýr lifa villt á Írlandi? Vísindavefur. Skoðað 18. janúar 2016.
  2. Native species Geymt 18 janúar 2016 í Wayback Machine Treecouncil. Skoðað 18. janúar 2016.

Read other articles:

CrossPoster filmNama lainTradisional第6誡Sederhana第6诫MandarinDì Liù JièKantonDai6 Leok6 Gaai3 SutradaraDaniel ChanSteve WooLau Kin-pingHui Shu-ningProduserRamy ChoiDitulis olehDaniel ChanSteve WooLau Kin-pingHui Shu-ningPemeranSimon YamKenny WongLiu Kai-chiNick CheungPenata musikPaul WongSinematograferWade MullerDistributorFame Universal EntertainmentTanggal rilis 4 Oktober 2012 (2012-10-04) NegaraHong KongBahasaKanton Cross adalah sebuah film thriller horor Hong Kon...

 

1932 1945 Élections législatives françaises de 1936 610 députés à la Chambre des députés 26 avril et 3 mai 1936 Type d’élection Élections législatives Corps électoral et résultats Inscrits 11 795 000 Votants 9 847 266   83,49 %  1,9 Front populaire – Léon Blum Liste Section française de l'Internationale ouvrièreParti radicalParti communisteUnion socialiste républicaineParti d'unité prolétarienne Voix 5 690 168 57...

 

A solar deity is a god or goddess who represents the Sun, or an aspect of it, usually by its perceived power and strength. Solar deities and Sun worship can be found throughout most of recorded history in various forms. The following is a list of solar deities: African The Kongo Cosmogram, depicting the four moments of the sun Bakongo mythology Nzambi Mpungu, Kongo god of the Sun and creation Bantu mythology Nyambe, the Bantu god of the Sun and creation Berber/Amazigh mythology Magec, Teneri...

Babi celeng Periode Pleistocene awal–sekarang Sus scrofa Babi celeng (Sus scrofa) merupakan nenek moyang babi domestik (Sus scrofa domesticus)Rekaman Status konservasiRisiko rendahIUCN41775 TaksonomiKerajaanAnimaliaFilumChordataKelasMammaliaOrdoArtiodactylaFamiliSuidaeTribusSuiniGenusSusSpesiesSus scrofa Linnaeus, 1758 Tata namaSinonim taksonSus nicobaricus Distribusi lbs Babi celeng Babi celeng[2] secara umum dikenal sebagai babi hutan adalah nenek moyang babi liar yang menurunkan ...

 

Questa voce sull'argomento contee dell'Ohio è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Contea di Geaugacontea LocalizzazioneStato Stati Uniti Stato federato Ohio AmministrazioneCapoluogoChardon Data di istituzione1806 TerritorioCoordinatedel capoluogo41°30′00″N 81°10′12″W / 41.5°N 81.17°W41.5; -81.17 (Contea di Geauga)Coordinate: 41°30′00″N 81°10′12″W / 41.5°N 81.17°W41.5; -81.17...

 

Constitutions of the former Soviet UnionPolitics of the Soviet Union   Leadership Leaders President list Vice President Collective leadership State Council Presidential Council Communist Party Congress Central Committee History General Secretary Politburo Secretariat Orgburo Legislature Congress of Soviets Central Executive Committee Supreme Soviet Soviet of the Union Soviet of Nationalities Presidium Congress of People's Deputies Speaker 1989 Legislative election Governance Constitution...

Gustav Wilhelm Richard Sorge (6 April 1852 – 1 December 1907) was a German mining engineer.[1] Life House in Sabunchi (Azerbaijan) where Gustav Wilhelm Richard Sorge and his family lived from 1895 until 1898 Sorge was the son of a surgeon who practiced in Schilda. His uncle was Friedrich Adolf Sorge.[2][3] He specialized in the field of coal mining in Wettin, Saxony-Anhalt, Germany. He studied mining conditions and material handling technology. Convinced that coal mi...

 

 本表是動態列表,或許永遠不會完結。歡迎您參考可靠來源來查漏補缺。 潛伏於中華民國國軍中的中共間諜列表收錄根據公開資料來源,曾潛伏於中華民國國軍、被中國共產黨聲稱或承認,或者遭中華民國政府調查審判,為中華人民共和國和中國人民解放軍進行間諜行為的人物。以下列表以現今可查知時間為準,正確的間諜活動或洩漏機密時間可能早於或晚於以下所歸�...

 

Military of Nepal This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Nepalese Armed Forces – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (May 2020) (Learn how and when to remove this message) Nepali Armed ForcesService branches Nepali Army Nepalese Army Air Service HeadquartersKathmanduLeadershipCommander-in-ch...

The history of Lorentz transformations comprises the development of linear transformations forming the Lorentz group or Poincaré group preserving the Lorentz interval − x 0 2 + ⋯ + x n 2 {\displaystyle -x_{0}^{2}+\cdots +x_{n}^{2}} and the Minkowski inner product − x 0 y 0 + ⋯ + x n y n {\displaystyle -x_{0}y_{0}+\cdots +x_{n}y_{n}} . In mathematics, transformations equivalent to what was later known as Lorentz transformations in various dimensions were discussed ...

 

梅拉蒂·达伊瓦·奥克塔维亚尼Melati Daeva Oktavianti基本資料代表國家/地區 印度尼西亞出生 (1994-10-28) 1994年10月28日(29歲)[1] 印度尼西亞万丹省西冷[1]身高1.68米(5英尺6英寸)[1]握拍右手[1]主項:女子雙打、混合雙打職業戰績48勝–27負(女雙)109勝–56負(混雙)最高世界排名第4位(混雙-普拉文·喬丹)(2020年3月17日[2])現時世界排名第...

 

Disambiguazione – Se stai cercando altri significati, vedi Gallia (disambigua). (LA) «Gallia est omnis divisa in partes tres, quarum unam incolunt Belgae, aliam Aquitani, tertiam qui ipsorum lingua Celtae, nostra Galli appellantur» (IT) «La Gallia è, nel suo complesso, divisa in tre parti: la prima la abitano i Belgi, l'altra gli Aquitani, la terza quelli che nella loro lingua prendono il nome di Celti, nella nostra, di Galli» (Gaio Giulio Cesare, De bello Gallico, I, 1)La Gallia all'...

American pawnshop company FirstCash Holdings, Inc.Company typePublicTraded asNasdaq: FCFS S&P 400 ComponentIndustryRetailFounded1983; 41 years ago (1983)HeadquartersFort Worth, Texas, U.S.Area servedUnited States, Mexico, Guatemala, Colombia, El SalvadorServicesPawnbroker, servicesWebsitefirstcash.com FirstCash Holdings, Inc. is an American pawnshop company headquartered in Fort Worth, Texas which operates retail pawn stores in the U.S. and Latin America. It is a pu...

 

Geographical and historical region in Southeast Europe For other uses, see Thrace (disambiguation). The modern boundaries of Thrace in Bulgaria, Greece, and Turkey. The physical–geographical boundaries of Thrace: the Balkan Mountains to the north, the Rhodope Mountains (highlighted) and the Bosporus. The Roman province of Thrace c. 200 AD The Byzantine thema of Thrace. Map of Ancient Thrace made by Abraham Ortelius in 1585, stating both the names Thrace and Europe. Thrace and the Thra...

 

この項目では、聴覚障害者と諸制度について説明しています。聴覚障害の原因となる疾患については「難聴」をご覧ください。 障害 > 身体障害 > 聴覚障害者 聴覚障害者の国際シンボルマーク。(なお、現在は2003年に行われた世界ろう連盟会議をもって使用を取りやめになっている。)日本においては別に「耳マーク」と呼ばれるマークが存在する[1]。 �...

1897-2006 American comic strip The Captain and the Kids redirects here. For the Elton John album, see The Captain & the Kid. For the film series, see The Captain and the Kids (film series). The Katzenjammer KidsFirst appearance of Rudolph Dirks' The Katzenjammer Kids (1897)Author(s)Rudolph Dirks (creator, 1897–1913) Harold Knerr (1914–1949) Doc Winner (1949–1956) Joe Musial (1956–1977) Mike Senich (1977–1981) Angelo DeCesare (1981–1986) Hy Eisman (1986–2006)Current status/sc...

 

三宝颜锡布格省Zamboanga Sibugay省份三宝颜锡布格省在菲律宾上的位置坐标:7°48′N 122°40′E / 7.8°N 122.67°E / 7.8; 122.67国家 菲律賓大区三宝颜半岛首府伊皮尔面积 • 总计3,607.8 平方公里(1,393.0 平方英里)人口(2010) • 總計584,685人 • 密度160人/平方公里(400人/平方英里)網站网站 三宝颜锡布格省(英文:Zamboanga Sibugay)是...

 

ゲオルク・アントン・ベンダ ポータル クラシック音楽 ゲオルク・アントン・ベンダ(Georg Anton Benda, 1722年6月30日 スタレー・ベナートキー - 1795年11月6日 ケストリッツ)は、前古典派音楽を代表するチェコ系ドイツ人の作曲家。有名な音楽家一族の出身。チェコ語によってイジー・アントニーン・ベンダ(Jiři Antonín Benda)とも表記される。 生涯 兄フランツ・ベンダ...

劳工党Partido dos Trabalhadores劳工党标志简称PT主席格莱西·霍夫曼(英语:Gleisi_Hoffmann)成立1980年2月10日,​44年前​(1980-02-10)总部圣保罗州圣保罗联邦区巴西利亚党员(2021)1,572,800[1]意識形態社会民主主义[2][3]进步主义[4][5]民粹主义[6][7]卢拉主义[8]派系:民主社会主义[9][10]21世纪社会主义[11]基督教�...

 

General during World War II who commanded the 7th Army Friedrich DollmannBorn(1882-02-02)2 February 1882Würzburg, GermanyDied29 June 1944(1944-06-29) (aged 62)Le Mans, FranceBuriedChampigny-Saint-André German war cemeteryAllegianceGermanyService/branchGerman ArmyRank GeneraloberstCommands7th ArmyBattles/warsWorld War IWorld War IIAwardsKnight's Cross of the Iron Cross with Oak Leaves Friedrich Karl Albert Dollmann (2 February 1882 – 29 June 1944)[1][2] wa...