Helgi M. Bergs

Helgi M. Bergs (Helgi Már Helgason Bergs) (f. 21. maí 1945, d. 16. mars 2017) var bæjarstjóri á Akureyri á árunum 1976-1986 og síðar lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Helgi var með meistarapróf í Hagfræði. Hann kenndi viðskipta og hagfræðigreinar við Háskólann á Akureyri og gegndi stöðu lektors frá árinu 1991. Helgi starfaði einnig á sínum tíma sem staðgengill deildarforseta viðskiptadeildar þegar hún var sér deild og var bæjarstjóri á Akureyri á árunum 1976 til 1986 eða í tvö og hálft kjörtímabil.

Helgi gegndi störfum sem sérfræðingur hjá Fiskifélagi Íslands árunum 1974-1976 og sem framkvæmdarstjóri Kaffibrennslu Akureyrar hf. á árunum 1986-1990.

Helgi lést 16. mars 2017.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.