13. júlí - Kolfinna Ásbjörnsdóttir, 36 ára vinnukona, drekkt á Alþingi „í allmargra þingmanna náveru“, að undangengnum dauðadómi fyrir dulsmál.
14. júlí - Ólöf Jónsdóttir, 20 ára, og Salómon Hallbjörnsson, 52 ára, tekin af lífi á Alþingi fyrir blóðskömm, hann hálshogginn, henni drekkt.
16. júlí - Ragnhildur Tómasdóttir, 24 ára, og Sumarliði Eiríksson, 22 ára, tekin af lífi á Alþingi fyrir blóðskömm, hann hálshogginn en henni drekkt.
Þá voru Árni Björnsson, 44 ára, og mágkona hans, Kristín Halldórsdóttir, 36 ára, dæmd til dauða fyrir blóðskömm á Alþingi þetta sama ár. Árni var hálshogginn þar en Kristín komst ekki sökum veikinda og var drekkt í Laxá í Reykjadal skömmu síðar.
Sigríður Vigfúsdóttir, 19 ára vinnukona, var dæmd til dauða sama ár, fyrir dulsmál, og drekkt í Hörgá.[1]
7. febrúar - Spánverjum og Frökkum mistókst að hertaka Gíbraltar. 200 létust meðal hermanna þeirra. Frekari tiltaunir voru reyndar á árinu en án árangurs.
5. maí - Jósef 1. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis eftir andlát föður síns.
18. júlí - Spænska erfðastríðið: Orrustan um Elixheim (í Belgíu nútímans). Ensk-Hollenskur er vann sigur á Frökkum sem misstu 3.000 hermenn.
↑Öll gögn um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.