Hafnabolti (eða hornabolti) er íþrótt sem fer fram með kylfu og hörðum smábolta. Tvö lið keppa og hefur hvort þeirra níu leikmenn. Leikurinn gengur út á að ná sem flestum stigum með því að slá boltann og hlaupa í hafnir. Stig fæst þegar leikmaður nær heimahöfn. Varnarleikmenn, sem eru í því liði sem ekki er að slá, reyna að koma í veg fyrir að leikmenn nái í höfn.
Leikmannaskipting á vellinum er þannig háttað að það lið sem er í vörn hefur níu leikmenn á vellinum; þrjá á ytri velli (hægri-, mið- og vinstrivallarleikmann), fjóra á innri velli (leikmann á fyrstu-, annarri- og þriðjuhöfn auk stuttstoppara), kastara og grípara. Það lið sem er að slá hefur einn leikmann sem slær fyrir liðið og 0-3 hlaupara á höfnum eftir því hvort sá/þeir sem hafa slegið á undan hafi komist í höfn. (ATH: í hverri höfn má aðeins vera einn leikmaður í einu).
Hver leikur er níu lotur og skiptist hver lota í fyrri og seinni hluta, svo alls eru 18 leikhlutar í hverjum leik. Í fyrri hluta lotu slær lið A á meðan lið B er í vörn en í seinni snýst þeta við svo lið A fer í vörn og lið B slær. Hver leikhluti endar þegar þrír menn eru úr í því liði sem er að slá. Nokkrar leiðir eru til að ná leikmanni úr leiknum t.d.:
a) kasta leikmann út, m.ö.o. að láta kylfing slá þrjú vindhögg.
b) grípa boltann eftir að hann hefur verið sleginn og áður en hann snertir jörðina.
c) koma boltanum í fyrstu höfn áður en hlaupari nær í fyrstu höfn.
d) "tagga" leikmann úr með því að snerta hann með boltann í hanskanum.
Hlutverk leikmanna:
kylfingur
kylfingur þ.e. sá sem slær fyrir liðið sér um að hitta boltann eins langt og hann getur og á þann máta að varnarleikmenn
ná ekki að grípahann. þegar kylfingurinn hefur hitt boltann og boltinn komið út á völlinn þannig að hann sé "í leiknum"
breytist kylfingurinn í hlaupara og hleypur í fyrstu höfn, eða ef hann getur áfram í 2. 3. eða heimahöfn.
kastari
Kastari er staðsettur á miðjum innri vellinum og sér um að kasta boltanum til grípa þannig að "battarinn" nái ekki
að slá hann.
grípari
grípari er staðsettur fyrir aftan heimahöfn, örlítið aftar og til hliðar við kylfinginn.
vallarleikmenn
sjá um að grípa boltann eftir að hann hefur verið sleginn og koma honum í viðeigandi höfn (oftast fyrstu höfn) eða "tagga"
leikmenn úr.