Þríþraut er íþrótt þar sem keppt er í sundi, hjólreiðum og kapphlaupi tiltekna vegalengd án hlés, þannig að tíminn á milli greina telst með í heildartímanum. Þríþraut er íþrótt sem reynir sérstaklega mikið á þol keppenda.
Járnkarl (Ironman): 3,8 km sund, 180 km hjól, 42.2 km hlaup. Þykir erfiðasta fjölþrautakeppni heims og nýtur nú mikilla vinsælda. Fyrst var keppt Járnkarli á Hawaii árið 1977. Keppnin felur í sér 3,9 km sund, 180 km hjólreiðakeppni og maraþonhlaup (42,195 km).