Christie's er breskt uppboðsfyrirtæki sem James Christie stofnaði í London árið 1766. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á King Street, St James's í London og í Rockefeller Center í New York. Fyrirtækið er í eigu Groupe Artémis sem er eignarhaldsfélag í eigu franska auðjöfursins François-Henri Pinault.