Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún Agnarsdóttir (f. 2. júní 1941) er íslenskur læknir og fyrrverandi alþingismaður. Hún var landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga 1983-1987 og alþingismaður Reykvíkinga 1987-1990 og sat á þingi fyrir Samtök um kvennalista. Guðrún var fyrsti varaforseti efri deildar Alþingis 1987-1990 og formaður þingflokks Samtaka um kvennalista frá 1983-1984 og 1986-1987.

Guðrún fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar voru hjónin Agnar Guðmundsson skipstjóri og Birna Petersen húsmóðir. Eignmaður Guðrúnar var Helgi Þröstur Valdimarsson prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Foreldrar hans voru hjónin Valdimar Jónsson og Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir betur þekkt sem Hugrún skáldkona.

Nám og störf

Guðrún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1961 og prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1968. Hún starfaði sem læknakandídat á sjúkrahúsum í Reykjavík og London frá 1969-1970 og var við nám og störf í veiru- og ónæmisfræði í London frá 1970–1981. Hún starfaði sem sérfræðingur í veirufræði við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum frá 1981-1983 og frá 1991-2001. Guðrún var forstjóri Krabbameinsfélags Íslands frá 1992-2010.[1]

Annað

Guðrún bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 1996 og hlaut 26,4% atkvæða.[2]

Tilvísanir

  1. „Guðrún Agnarsdóttir - æviágrip“. Sótt 20. maí 1996.
  2. „Forsetakosningar 1996“. Sótt 20. maí 2019.