Timothy McVeigh

Timothy McVeigh.

Timothy James McVeigh (23. apríl 196811. júní 2001) var bandarískur hryðjuverkamaður og fjöldamorðingi. Hann hlaut dauðadóm fyrir hryðjuverk sem hann framdi í Oklahoma-borg þann 19. apríl 1995 en þá sprengdi hann í loft upp byggingu og drap 168 manns. Hryðjuverkin voru þau mannskæðustu í sögu Bandaríkjanna fyrir hryðjuverkin 11. september 2001. Fjölmiðlar nefndu hann gjarnan „Oklahoma-borgar sprengjumanninn“ (e. Oklahoma City bomber). Hann var tekinn af lífi með eitursprautu klukkan 7:14 að morgni 11. júní 2001. McVeigh bauð David Woodard að spila tónlist á meðan hann dó.[1]

Tilvísanir

  1. Nafnlaus, „Leikið fyr­ir McVeigh“, Morgunblaðið, 11. maí 2001.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.