Hann flutti Merinofé til Svíþjóðar frá Spáni og notaði til kynbóta til að bæta gæði ullarinnar á sauðfjárbúi hans í Alingsås í Svíþjóð. Hann menntaði líka fjárhirða til að sjá til þess að erfðaeiginleikar Merinofésins héldust í nýjum kynslóðum. Einn af þessum fjárhirðum var Jonas Botsach sem síðar fór með Friedrich Wilhelm Hastfer til Íslands og átti þar þátt í upphafi kartöfluræktar og kynbótatilraun með sauðfé á búi Skúla Magnússonar í Elliðaárdal.