Thomas Hardy (2. júní1840 – 11. janúar1928) var enskurrithöfundur og ljóðskáld. Helstu skáldsögur hans gerast í Wessex-héraði, sem er að hálfu uppdiktað, og fjalla um persónur sem berjast við ástríður sínar og aðstæður. Hardy tók að skrifa ljóð á fimmtugsaldri, eftir að skáldsögur hans voru úthrópaðar af viktóríanskri samtíð hans.