The Verve (upprunalega Verve) var ensk rokkhljómsveit stofnuð 1990. Hún sló í gegn með plötunni Urban Hymns þar sem lagið Bittersweet Symphony var þekktast. Sveitin starfaði (með einu hléi árið 1996) til ársins 1999 og kom svo aftur saman 2007–2009 og gaf út nýja plötu. Richard Ashcroft söngvari hljómsveitarinnar hefur verið með sólóferil frá aldamótum.
Breiðskífur
- A Storm in Heaven (1993)
- A Northern Soul (1995)
- Urban Hymns (1997)
- Forth (2008)