Exxon Valdez

Exxon Valdez í Vilhjálmssundi árið 1989.

Oriental Nicety, áður Exxon Valdez, Exxon Mediterranean, SeaRiver Mediterranean, S/R Mediterranean, Mediterranean og Dong Fang Ocean, var olíuflutningaskip sem er aðallega þekkt fyrir að hafa strandað í Vilhjálmssundi við Alaskaflóa 24. mars 1989 með þeim afleiðingum að um 40.900 til 120.000 rúmmetrar af hráolíu runnu út í sjó. Olíulekinn er metinn sem 54. stærsti olíuleki sögunnar. Eftir lekann var skipið dregið til San Diego þar sem gert var við það. Skipinu var siglt í land til niðurrifs í Gujarat-héraði á Indlandi árið 2012.

Olíulekinn úr Exxon Valdez varð gríðarlegt umhverfisslys. Þrátt fyrir umfangsmikið hreinsunarstarf þúsunda almennra borgara ásamt starfsfólki Exxon náðist aðeins að hreinsa um 10% olíunnar. Hópmálsókn gegn Exxon vegna slyssins var tekin fyrir og fyrirtækið dæmt til greiðslu sektar árið 1994. Upphaflega var upphæðin 5 milljarðar bandaríkjadala en hún var síðan lækkuð og varð á endanum 507,5 milljónir dala auk 480 milljóna vaxta eftir áralangan málarekstur árið 2009.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.