Nicolae Ceaușescu

Nicolae Ceaușescu
Nicolae Ceaușescu árið 1965.
Forseti Rúmeníu
Í embætti
28. mars 1974 – 22. desember 1989
ForsætisráðherraManea Mănescu
Ilie Verdeț
Constantin Dăscălescu
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurIon Iliescu
Forseti ríkisráðs Rúmeníu
Í embætti
9. desember 1967 – 22. desember 1989
ForsætisráðherraIon Gheorghe Maurer
Manea Mănescu
Ilie Verdeț
Constantin Dăscălescu
ForveriChivu Stoica
EftirmaðurEmbætti lagt niður
Aðalritari rúmenska kommúnistaflokksins
Í embætti
22. mars 1965 – 22. desember 1989
ForveriGheorghe Gheorghiu-Dej
EftirmaðurEmbætti lagt niður
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. janúar 1918
Scornicești, Rúmeníu
Látinn25. desember 1989 (71 árs) Târgoviște, Rúmeníu
DánarorsökTekinn af lífi
StjórnmálaflokkurKommúnistaflokkur Rúmeníu
MakiElena Petrescu (g. 1947–1989)
BörnValentin, Zoia, Nicu
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Nicolae Ceaușescu (26. janúar 191825. desember 1989) var forseti Rúmeníu frá 1967 til 1989 og aðalritari rúmenska kommúnistaflokksins frá 1965 til 1989.

Ceaușescu var virkur í kommúnistaflokknum frá unga aldri og komst upp raðir flokksins þegar Gheorghe Gheorghiu-Dej réð þar ríkjum. Eftir andlát Gheorghiu-Dej tók Ceaușescu við taumunum. Hann varð með tímanum að æ meiri harðstjóra og stjórnaði fjölmiðlum og málfrelsi. Leynilögregla hans Securitate var með þeim harðskeyttari í heiminum. Á 9. áratugnum skipaði Ceaușescu að úflutningur á landbúnaðar- og iðnaðarvörum yrði aukinn til að stemma stigu við erlendar skuldir. Í kjölfarið varð mikill skortur á mat, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum og megn óánægja varð með stjórn hans.

Árið 1989 skipaði Ceaușescu öryggissveitum að skjóta á mótmælendur í borginni Timișoara en mótmælin breiddust út til höfðuðborgarinnar Búkarest í því sem kallaðist Rúmenska byltingin. Þar létust um 1000 manns. [1] Þegar átökin og mótmælin mögnuðust flýðu Ceaușescu og kona hans, Elena, í þyrlu frá forsetahöllinni. Síðar náðust þau og hlutu þau skjóta afgreiðslu herdómstóls og voru dæmd fyrir þjóðarmorð. Aftökusveit tók þau af lífi.

Tilvísanir

  1. Vera Illugadóttir (17. febrúar 2017). „Ceausescu missti tökin í beinni útsendingu“. RÚV. Sótt 18. febrúar 2017.


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Forseti Rúmeníu
(28. mars 197422. desember 1989)
Eftirmaður:
Ion Iliescu


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.