Doctor Who

Tardis sem BBC hefur notað frá 2010.

Doctor Who er vísindaskáldsögusjónvarpsþáttur sem er framleiddur af BBC. Þættirnir fjalla um „doktorinn“ sem er tímalávarður utan úr geimnum. Hlutverk hans er að vernda jörðina og aðrar plánetur og íbúa þeira í nútíð, framtíð og fortíð. Doktorinn getur bjargað sér frá dauða en við það breytist útilit hans og persónuleiki. Doktorinn fær oftast jarðarbúa í lið með sér sem ferðafélaga. Tímavél og farartæki doktorsins kallast Tardis og lítur út eins og breskur lögregluklefi. Tardis stendur fyrir „Time And Relative Dimension in Space“.

Þættirnir eru með langlífustu sjónvarpsþáttum heims sem ganga út á vísindaskáldskap. Þeir hófu göngu sína þremur árum áður en framleiðsla Star Trek-þáttanna hófst. Alls hafa verið sýndir í breska sjónvarpinu 883 þættir í 40 þáttaröðum; en það er samanlagður fjöldi gömlu þáttanna, sem fyrst voru sýndir á árunum 1963–1989, og nýju þáttanna sem sýndir hafa verið frá árinu 2005. Í gömlu þáttunum skiptist hver saga niður á tvo til sex þætti sem hver var 25 mínútur að lengd. Í nýju þáttaröðunum er hver þáttur 45 mínútur. Flestir þeirra eru heil saga, en nokkrir framhaldssaga í tveimur þáttum. Alls eru 97 af elstu þáttunum (aðallega úr þáttaröðum 3, 4 og 5) taldir glataðir, þar sem BBC eyddi reglulega gömlu sjónvarpsefni úr safni sínu. Tekist hefur að finna nokkra eldri þætti hjá erlendum sjónvarpsstöðvum.

Þættirnir um Doctor Who hafa lengi notið mikilla vinsælda í Bretlandi og víðar og eru mikilvægur hluti af breskri afþreyingarmenningu. Vinsældir elstu þáttanna voru slíkar að talað var um „Dalekaæðið“ á 7. áratugnum. Þeir hafa haft áhrif á nokkrar kynslóðir breskra sjónvarpsáhorfenda, og getið af sér myndasögur, skáldsögur og útvarpsþætti. Aðrar sjónvarpsþáttaraðir sem Doctor Who gat af sér eru Torchwood (2006–2011), The Sarah Jane Adventures (2007–2011), K9 (2009–2010) og Class (2016).

Doktorar

Fjórtán leikarar hafa tekið að sér hlutverk doktorsins í sjónvarpsþáttunum. Þegar skipt er um leikara er það skrifað inn í þættina sem endurholdgun doktorsins í kjölfar alvarlegra meiðsla. Nokkrir aðrir leikarar hafa spreytt sig á hlutverkinu í aukaþáttum, kvikmyndum og útvarpsþáttum, meðal annars Peter Cushing, John Hurt, Derek Jacobi og Richard E. Grant.

Eldri þættirnir (1963–1989/1996)

Leikari Þáttaraðir Fyrsti þáttur Síðasti þáttur
William Hartnell
(fyrsti doktorinn)
1–4 S1E1: „An Unearthly Child“
23. nóvember 1963
S4E2: „The Tenth Planet“
29. október 1966
Ferðafélagar Susan Foreman (Carole Ann Ford), Barbara Wright (Jacqueline Hill), Ian Chesterton (William Russell), Vicki (Maureen O'Brien), Steven Taylor (Peter Purves), Katarina (Adrienne Hill), Dodo Chaplet (Jackie Lane), Polly og Ben (Anneke Wills og Ben Jackson)
Patrick Troughton
(annar doktorinn)
4–6 S4E3: „The Power of the Daleks“
29. október 1966
S6E7: „The War Games“
21. júní 1969
Ferðafélagar Polly og Ben, Jamie (Frazer Hines), Victoria Waterfield (Deborah Watling), Zoe Heriot (Wendy Padbury)
Jon Pertwee
(þriðji doktorinn)
7–11 S7E1: „Spearhead from Space“
3. janúar 1970
S11E5: „Planet of the Spiders“
8. júní 1974
Ferðafélagar Liz Shaw (Caroline John), Jo Grant (Katy Manning), Sarah Jane Smith (Elisabeth Sladen)
Tom Baker
(fjórði doktorinn)
12—18 S12E1: „Robot“
8. júní 1974
S18E7: „Logopolis“
21. mars 1981
Ferðafélagar Sarah Jane Smith, Harry Sullivan (Ian Marter), Leela (Louise Jameson), Romana (Mary Tamm og Lalla Ward), Adric (Matthew Waterhouse), Nyssa (Sarah Sutton), Tegan Jovanka (Janet Fielding)
Peter Davison
(fimmti doktorinn)
19–21 S19E1: „Castrovalva“
4. janúar 1982
S21E6: „The Caves of Androzani“
16. mars 1984
Ferðafélagar Adric, Nyssa, Tegan Jovanka, Vislor Turlough (Mark Strickson), Peri Brown (Nicola Bryant)
Colin Baker
(sjötti doktorinn)
21–23 S21E7: „The Twin Dilemma“
22. mars 1984
S23E4: „The Ultimate Foe“
6. desember 1986
Ferðafélagar Peri Brown, Mel Bush (Bonnie Langford)
Sylvester McCoy
(sjöundi doktorinn)
24–26 S24E1: „Time and the Rani“
7. september 1987
S26E4: „Survival“
6. desember 1989
Ferðafélagar Mel Bush, Ace (Sophie Aldred)
Paul McGann
(áttundi doktorinn)
Doctor Who (sjónvarpsmynd)
27. maí 1996
Ferðafélagar Grace Holloway (Daphne Ashbrook)

Nýju þættirnir (frá 2005)

Leikari Þáttaraðir Fyrsti þáttur Síðasti þáttur
Christopher Eccleston
(níundi doktorinn)
1 S1E1: „Rose“
26. mars 2005
S1E13: „The Parting of the Ways“
18. júní 2005
Ferðafélagar Rose Tyler (Billie Piper), Adam Mitchell (Bruno Langley), Captain Jack Harkness (John Barrowman)
David Tennant
(tíundi doktorinn)
2–4 „The Christmas Invasion“
25. desember 2004
„The End of Time“
1. janúar 2010
Ferðafélagar Rose Tyler, Mickey Smith (Noel Clarke), Donna Noble (Catherine Tate), Martha Jones (Freema Agyeman)
Matt Smith
(ellefti doktorinn)
5–7 S5E1: „The Eleventh Hour“
3. apríl 2010
„The Time of the Doctor“
25. desember 2013
Ferðafélagar Amy Pond (Karen Gillan), Rory Williams (Arthur Darvill)
Peter Capaldi
(tólfti doktorinn)
8–10 S8E1: „Deep Breath“
23. ágúst 2014
„Twice Upon a Time“
25. desember 2017
Ferðafélagar Clara Oswald (Jenna Coleman), Nardole (Matt Lucas), Bill Potts (Pearl Mackie)
Jodie Whittaker
(þrettándi doktorinn)
11–13 S11E1: „The Woman who Fell to Earth“
7. október 2018
„The Power of the Doctor“
23. október 2022
Ferðafélagar Graham O'Brien (Bradley Walsh), Ryan Sinclair (Tosin Cole), Yasmin Khan (Mandip Gill)
David Tennant
(fjórtándi doktorinn)
Sérþættir „The Star Beast“
23. október 2022
„The Giggle“
9. desember 2023
Ferðafélagar Donna Noble
Ncuti Gatwa
(fimmtándi doktorinn)
14– „The Church on Ruby Road“
25. desember 2023
Ferðafélagar Ruby Sunday (Millie Gibson)
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.