22. apríl - Karl 11. Svíakonungur gaf út þá skipun að allir karlmenn milli 15 og 60 ára í Ørkened á Skáni skyldu teknir af lífi vegna gruns um að þeir væru snapphanar, uppreisnarmenn gegn yfirráðum Svía á Skáni.
Guðrún Bjarnadóttir, 18 ára, og Bjarni Halldórsson, faðir hennar, bæði frá Grund, Eyrarsveit, tekin af lífi fyrir blóðskömm og dulsmál.
3. júlí - Eyvindur Jónsson, 48 ára, og Margrét Símonardóttir, 38 ára, bæði frá Ölfusi í Árnessýslu, tekin af lífi á Alþingi fyrir hórdóma og útilegu, henni drekkt en hann hálshogginn.
Þuríður Ólafsdóttir, 63 ára, og sonur hennar, Jón Helgason, 23 ára, bæði tekin af lífi með brennu í Barðastrandasýslu, fyrir galdra.
↑Upplýsingar um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.