Djenné

Moskan í Djenné

Djenné (Dienné eða Jenne) er borg við ána Bani í suðurhluta Malí. Íbúafjöldi er um 12.000 (1987). Hún er fræg fyrir sérstæða byggingarlist úr leirhleðslum, einkum moskuna sem var endurbyggð árið 1907. Á miðöldum var borgin miðstöð verslunar og menningar og einn af áfangastöðum Saharaverslunarinnar. Miðbærinn og moskan eru á heimsminjaskrá UNESCO frá 1987.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.