Kallakaffi er íslensk aðstæðukómedía í tólf þáttum í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem Saga-Film framleiddi fyrir Ríkissjónvarpið. Þættirnir voru frumsýndir haustið 2005. Handritshöfundur var Guðmundur Ólafsson. Þættirnir fjalla um Kalla (Valdimar Örn Flygenring) og Möggu (Rósa Guðný Þórsdóttir) sem eru nýlega fráskilin en reka áfram saman kaffihús. Aðrir leikarar sem komu við sögu voru Ívar Örn Sverrisson, Davíð Guðbrandsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.