Rafik Hariri

Rafik Hariri
رفيق الحريري
Rafik Hariri árið 2004.
Forsætisráðherra Líbanons
Í embætti
31. janúar 1992 – 2. desember 1998
ForsetiElias Hrawi
Émile Lahoud
ForveriRachid Solh
EftirmaðurSelim Hoss
Í embætti
23. október 2000 – 21. október 2004
ForsetiÉmile Lahoud
ForveriSelim Hoss
EftirmaðurOmar Karami
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. nóvember 1944
Sídon, Líbanon
Látinn14. febrúar 2005 (60 ára) Beirút, Líbanon
DánarorsökMyrtur
ÞjóðerniLíbanskur (með sádi-arabískan ríkisborgararétt[1])
StjórnmálaflokkurFramtíðarhreyfingin
MakiNidal Bustani, Nazik Hariri
Börn6; þ. á m. Saad Hariri
StarfAthafnamaður, stjórnmálamaður

Rafik Baha El Deen Al-Hariri (1. nóvember 1944 – 14. febrúar 2005) var líbanskur athafna- og stjórnmálamaður. Hann var mjög áberandi í líbönsku stjórnmála- og efnahagslífi á árunum eftir borgarastyrjöldina í landinu og var tvívegis forsætisráðherra Líbanons, frá 1992 til 1998 og 2000 til 2004. Líkt og allir forsætisráðherrar landsins var Hariri súnnímúslimi.[2]

Hariri flutti árið 1965 í viðskiptaerindum til Sádi-Arabíu og efnaðist þar mjög í byggingariðnaðinum en flutti aftur til Líbanons árið 1990 og tók þar þátt í endurbyggingu Beirút eftir eyðileggingu borgarastyrjaldarinnar.[1] Hann varð forsætisráðherra Líbanons árið 1992 og vann náið með sýrlenskum áhrifamönnum í landinu. Hann fjarlægðist síðar Sýrlendingana og krafðist þess árið 2004 að sýrlenskir hermenn hefðu sig á brott úr Líbanon. Þegar embættistíð Émile Lahoud forseta landsins var framlengd vegna þrýstings frá Sýrlendingum sagði Hariri af sér í mótmælaskyni.

Rafik Hariri var myrtur í sprengjuárás á bílalest hans á götum Beirút þann 11. febrúar árið 2005. Fjórir meðlimir Hizbollah voru ákærðir fyrir morðið og síðar sakfelldir að þeim fjarstöddum af sérstökum dómstól Sameinuðu þjóðanna árið 2020.[3] Aðrir telja þó fremur að sýrlensk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið. Morðið á Hariri leiddi til sedrusbyltingarinnar í Líbanon, sem leiddi til þess að Sýrlendingar drógu her sinn úr landinu.

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 „Líbanir gera sér góðar vonir um nýjan forsætisráðherra“. Tíminn. 22. desember 1992. bls. 13.
  2. Jóhanna Kristjónsdóttir (22. júní 1997). „Misklíð þríeykisins í Líbanon vekur ugg“. Morgunblaðið. bls. 5.
  3. „Sak­felld­ur fyr­ir morðið á Har­iri“. mbl.is. 18. ágúst 2020. Sótt 18. ágúst 2020.


Fyrirrennari:
Rachid Solh
Forsætisráðherra Líbanons
(31. janúar 19922. desember 1998)
Eftirmaður:
Selim Hoss
Fyrirrennari:
Selim Hoss
Forsætisráðherra Líbanons
(23. október 200021. október 2004)
Eftirmaður:
Omar Karami


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.