Evrópuþingið

Ekki rugla saman við Evrópuráðsþingið.
Merki Evrópuþingsins

Evrópuþingið er þing Evrópusambandsins (ESB). Sumar aðrar alþjóðastofnanir hafa yfir að ráða þingum en Evrópuþingið sker sig úr að því leytinu til að þingmennirnir eru kosnir beint af borgurum Evrópusambandsins. Alls sitja 720 þingmenn á þinginu.

Völd þingsins

Líta má á Evrópuþingið sem neðri deild löggjafa Evrópusambandsins þar sem Ráðherraráðið er efri deildin, saman fara þessar stofnanir með löggjafarvaldið innan ESB. Þingið getur þannig samþykkt, gert breytingartillögur eða hafnað flestum reglugerðum, tilskipunum, tilmælum og álitum. Innbyrðis valdahlutföll þingsins og Ráðherraráðsins eru þó misjöfn eftir því á hvaða sviði löggjöfin er en þróunin hefur verið í þá átt að veita þinginu meiri völd. Þingið getur líka samþykkt eða hafnað fjárlögum ESB.

Evrópuþinginu er einnig ætlað að veita framkvæmdastjórninni lýðræðislegt aðhald. Þingið þarf að leggja blessun sína yfir skipun nýrrar framkvæmdastjórnar og það getur með ⅔ hluta atkvæða lýst vantrausti á hana þannig að hún þurfi að segja af sér.

Drög að Stjórnarskrá Evrópusambandsins gerðu ráð fyrir því að auka enn völd þingsins þannig að það löggjafarvald í nánast öllum málaflokkum og veita því algjöra stjórn yfir fjárlögum ESB. Stjórnarskráin tók aldrei gildi en sum ákvæði hennar um aukin völd Evrópuþingsins tóku gildi með Lissabon-sáttmálanum árið 2009.

Staðsetning

Þó að þær stofnanir ESB sem fara með framkvæmdavaldið (framkvæmdastjórnin og Evrópska ráðið) séu staðsettar í Brussel þá var það gert að skilyrði í Amsterdamsamningnum að þingið hittist mánaðarlega í Strasbourg. Af praktískum ástæðum fer þó öll undirbúningsvinna og nefndarstarf fram í Brussel í nálægð við hinar stofnanir ESB. Ofan á þetta þá er aðalskrifstofa þingsins í Lúxemborg og þar er megnið af starfsfólki þess. Þingið kemur aðeins saman 4 daga í mánuði í Strasbourg þar sem það afgreiðir málin og greiðir atkvæði en aðrir fundir eru haldnir í Brussel. Þingið hefur sjálft óskað eftir því nokkrum sinnum að það fái sjálft að ráða því hvar það skuli vera staðsett enda er mikið óhagræði í þessu kerfi, en það er undir aðildarlöndunum komið að gera þeir breytingar sem þarf til að leyfa þinginu það og Frakkar vilja endilega halda því í Strasbourg.

Kosningar

Ríkisborgarar aðildarríkjanna kjósa til þingsins á fimm ára fresti. Þær fyrstu fóru fram árið 1979 og verða þær næstu haldnar í maí 2019. Hvert ríki fyrir sig ákveður hvernig kosningunum er háttað nákvæmlega en oft er kosið um sömu flokka og í landskosningum. Stærri stjórnmálaflokkar hafa myndað evrópuflokka með systurflokkum sínum í Evrópu. Þessir flokkar starfa svo einir eða fleiri sem hópar á þinginu.

Þinghópar

Eftirtaldir þinghópar eru starfandi eftir kosningarnar 2024:

Hópur Meðlimir Fjöldi sæta
EÞ-ED Evrópski þjóðarflokkurinn
Evrópskir demókratar
188
ES Flokkur evrópskra sósíalista 136
PfE Sjálfsmynd og lýðræði 84
ECR Evrópskir íhaldsmenn og umbótasinnar 78
Renew Bandalag frjálslyndra og demókrata fyrir Evrópu
Evrópski demókrataflokkurinn
77
EG-EF Evrópski græningjaflokkurinn
Evrópska frelsisfylkingin
+ 2 aðrir
53
GUE/NGL Evrópski vinstriflokkurinn
Norræna vinstri-græna bandalagið
+ 3 aðrir
46
Aðrir   31
Óflokksbundnir   27

Skipting þingsæta

  Sep
1952
Mar
1957
Jan
1973
Jún
1979
Jan
1981
Jan
1986
Jún
1994
Jan
1995
Maí
2004
Jún
2004
Jan
2007
Jún
2009
Maí
2014
Maí
2019
Jún
2024
Þýskaland 18 36 36 81 81 81 99 99 99 99 99 99 96 96 96
Frakkland 18 36 36 81 81 81 87 87 87 78 78 72 74 74 79
Ítalía 18 36 36 81 81 81 87 87 87 78 78 72 73 73 76
Belgía 10 14 14 24 24 24 25 25 25 24 24 22 21 21 21
Holland 10 14 14 25 25 25 31 31 31 27 27 25 26 26 29
Lúxemborg 4 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6
Bretland     36 81 81 81 87 87 87 78 78 72 73 73  
Danmörk     10 16 16 16 16 16 16 14 14 13 13 13 14
Írland     10 15 15 15 15 15 15 13 13 12 11 11 13
Grikkland         24 24 25 25 25 24 24 22 21 21 21
Spánn           60 64 64 64 54 54 50 54 54 59
Portúgal           24 25 25 25 24 24 22 21 21 21
Svíþjóð               22 22 19 19 18 20 20 21
Austurríki               21 21 18 18 17 18 18 19
Finnland               16 16 14 14 13 13 13 14
Pólland                 54 54 54 50 51 51 52
Tékkland                 24 24 24 20 21 21 21
Ungverjaland                 24 24 24 20 21 21 21
Slóvakía                 14 14 14 13 13 13 14
Litáen                 13 13 13 12 11 11 11
Lettland                 9 9 9 8 8 8 8
Slóvenía                 7 7 7 7 8 8 8
Kýpur                 6 6 6 6 6 6 6
Eistland                 6 6 6 6 6 6 7
Malta                 5 5 5 5 6 6 6
Rúmenía                     36 33 32 32 33
Búlgaría                     18 17 17 17 17
Samtals 78 142 198 410 434 518 567 626 788 732 786 732 751 751 720

Tengill