Saga Sarajevo er viðburðarík. Árið 1885 varð Sarajevo fyrsta borg Evrópu og önnur borg í heimi til að taka í notkun rafræntsporvagnakerfi í allri borginni. Árið 1914 var Frans Ferdinand erkihertogi af Austurríki myrtur í borginni og varð það kveikjan að fyrri heimsstyrjöldinni. Árið 1984 voru vetrarólympíuleikarnir haldnir í Sarajevo. Árin 1992-1996 ríktu umsátursástand og blóðugt stríð í borginni í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Bosníu og Hersegóvínu. Hátt í 10.000 manns féllu og um 56.000 manns særðust í sprengjuárásum og árásum leyniskyttna á borgara á meðan á umsátrinu stóð, auk þess sem stór hluti borgarinnar var lagður í rúst.