Habsborgarar

Næstsíðasti Austurríkiskeisarinn Frans Jósef 1. ásamt fjölskyldu árið 1861.

Habsborgarar eru ein af mikilvægustu konungsættum Evrópu. Habsborgarar ríktu sem keisarar yfir Heilaga rómverska ríkinu frá 1438 til 1740. Auk þess ríktu þeir yfir Austurríska keisaradæminu og Spænska heimsveldinu. Ættin er upprunalega frá Sviss en heimaland þeirra var í Austurríki frá 13. öld til 1918 þegar Austurríska keisaradæmið var lagt niður. Ættin varð heimsveldi á hátindi sínum þegar Karl 1. Spánarkonungur varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis 1519. Hann sagði síðar af sér keisaratigninni 1521 en við það klofnaði veldi ættarinnar í lönd spænsku Habsborgara og austurrísku Habsborgara. Á Spáni dó ættin út við lát Karls 2. Spánarkonungs. Árið 1806 var Heilaga rómverska ríkið lagt niður af Napóleon Bónaparte en skömmu áður hafði Frans 2. lýst sig Austurríkiskeisara. Þetta keisaraveldi hrundi við lok Fyrri heimsstyrjaldar en síðasti keisarinn, Karl 1. sagði þó aldrei formlega af sér. Sonur hans Otto von Habsburg hafnaði nauðugur tilkalli sínu til krúnunnar 1961.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.