Ívano-Frankívsk

Ívanó-Frankívsk.

Ívano-Frankívsk er borg í vestur-Úkraínu og höfuðborg Ívano-Frankívsk oblast. Hún er rétt norðan Karpatafjalla. Íbúar eru um 240.000 (2021).

Borgin var stofnuð á miðri 17. öld sem virki af pólsku aðalsfjölskyldunni Potocki. Hún hét þá Stanisławów og síðar Stanyslaviv. Á 300 ára afmæli borgarinnar, 1962, var hún nefnd eftir rithöfundinum Ívan Franko.