Albanía hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 17 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2004. Festivali i Këngës, sem er langvarandi söngvakeppni, hefur verið haldin á hverju ári í Albaníu frá 1962. Sú keppni er notuð til að finna flytjandann fyrir samsvarandi ár. Albanía keppti fyrst árið 2004 þar sem Anjeza Shahini endaði í sjöunda sæti. Það stóð sem bestu úrslit landsins til ársins 2012, þegar Rona Nishliu lenti í fimmta sæti.
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
Þessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (maí 2023)
↑Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp 10 löndin, ásamt Stóru-Fjóru löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp 10 sætanna, fengju löndin í 11. og 12. sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp 10.