Írland hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 54 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1965. Landið hefur aðeins verið fjarverandi tveim keppnum, árin 1983 og 2002. Írska sjónvarpsstöðin RTÉ One sér um sýningu keppnanna. Írland á metið í fjölda sigra, eða samtals sjö og er eina landið sem hefur unnið þrisvar í röð.
Sigrar Írlands voru náðir af Dana með laginu „All Kinds of Everything“ (1970), Johnny Logan með lögunum „What‘s Another Year“ (1980) og „Hold Me Now“ (1987), Linda Martin með laginu „Why Me?“ (1992), Niamh Kavanagh með laginu „In Your Eyes“ (1993), Paul Harrington og Charlie McGettigan með laginu „Rock 'n' Roll Kids“ (1994) og Eimear Quinn með laginu „The Voice“ (1996). Johnny Logan er eini þátttakandinn sem hefur sigrað tvisvar. Einnig var hann einn af höfundum lagsins árið 1992. Írland hefur endað í öðru sæti með Sean Dunphy (1967), Linda Martin (1984), Liam Reilly (1990) og Marc Roberts (1997), og hefur endað í topp-5 í samtals átján skipti.
Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004 hefur Írland ekki komist áfram í níu skipti, og endaði í seinasta sæti árin 2007 og 2013. Einu topp-10 niðurstöðurnar síðan 2004 eru Brian Kennedy í tíunda sæti (2006) og Jedward í áttunda sæti (2011).
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
| Þessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (maí 2023) |
Merkingar
1
|
Sigurvegari
|
2
|
Annað sæti
|
3
|
Þriðja sæti
|
|
Síðasta sæti
|
|
Framlag valið en ekki keppt
|
|
Þátttaka væntanleg
|
- ↑ 1,0 1,1 Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
- ↑ Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
Heimildir
|
---|
Eftir árum | |
---|
Eftir löndum | Virk lönd | |
---|
Óvirk lönd | |
---|
Ógild lönd | |
---|
Fyrrum lönd | |
---|
|
---|
Undankeppnir | |
---|