Ítalía hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 46 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni ásamt sjö öðrum löndum átti sér stað árið 1956. Keppnin sjálf á rætur að rekja til Sanremo tónlistarhátíðarinnar. Ítalía tók þátt í öll skipti til ársins 1980, og þar eftir hefur verið fjarverandi í nokkur skipti. Eftir þrettán ára fjarveru sem byrjaði árið 1998, tók landið þátt aftur í keppninni árið 2011 og endaði þar í öðru sæti. Ítalía hefur unnið keppnina þrisvar sinnum og hefur endað í efstu fimm sætunum í fimmtán skipti. Ítalía hélt keppnina í Napólí (1965) og Róm (1991), og mun halda keppnina í Tórínó árið 2022.
Árið 1958 endaði Domenico Modugno í þriðja sæti með laginu „Nel blu, dipinto di blue“. Lagið er betur þekkt sem „Volare“ þar sem það hlaut gríðarlegrar vinsælda um allan heim. Lagið komst á bandarísku Billboard Hot 100 og vann tvö Grammy verðlaun á fyrstu verðlaunahátíðinni. Emilio Pericoli endaði einnig í þriðja sæti árið 1963, áður en Ítalía vann í fyrsta skipti árið eftir (1964) með Gigliola Cinquetti og laginu „Non ho l'età“. Gigliola tók aftur þátt 10 árum seinna árið 1974 og endaði þar önnur með laginu „Sì“, á eftir ABBA. Ítalía endaði aftur í þriðja sæti árið 1975 með Wess og Dori Ghezzi með laginu „Era“. Besta niðurstaða landsins á 9. áratugnum var með Umberto Tozzi og Raf sem enduðu í þriðja sæti árið 1987. Annar sigur Ítalíu kom árið 1990 þegar Toto Cutugno flutti lagið „Insieme: 1992“. Eftir árið 1997 dró landið sig úr keppni.
Þann 31. desember 2010 tilkynnti SES (EBU) að Ítalía myndi snúa aftur og verða meðlimur Stóru Fimm, ásamt Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi, sem þýddi að landið myndi sjálfkrafa komast í úrslit. Endurkoman reyndist vera árangursrík þar sem Ítalía hefur endað í topp-10 í átta skipti í seinustu tíu keppnunum (2011–21). Þar á meðal voru Raphael Gualazzi (2011) og Mahmood (2019) sem náðu öðru sæti og Il Volvo (2015) þriðja sæti. Il Volvo vann símakosninguna það ár, en endaði í sjötta sæti hjá dómnefndinni. Frá innleiðingu 50/50 kosningarinnar árið 2009, var það í fyrsta sinn sem að sigurvegari símakosningar vann ekki. Ítalía náði sínum þriðja sigri árið 2021, með rokkhljómsveitinni Måneskin og laginu „Zitti e buoni“.
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
| Þessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (maí 2023) |
Merkingar
1
|
Sigurvegari
|
2
|
Annað sæti
|
3
|
Þriðja sæti
|
|
Síðasta sæti
|
|
Framlag valið en ekki keppt
|
|
Þátttaka væntanleg
|
- ↑ 1,0 1,1 Niðurstöðurnar fyrir fyrstu keppnina árið 1956 eru ekki vitaðar, aðeins var sigurvegarinn kynntur. Opinbera Eurovision síðan setur fram að öll hin lögin hafi endað í öðru sæti.
- ↑ Inniheldur frasa á arabísku.
- ↑ Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
Heimildir
|
---|
Eftir árum | |
---|
Eftir löndum | Virk lönd | |
---|
Óvirk lönd | |
---|
Ógild lönd | |
---|
Fyrrum lönd | |
---|
|
---|
Undankeppnir | |
---|