Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1956 var fyrsta söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún var haldin fimmtudaginn 24. maí í Teatro Kursaal í Lugano í Sviss. Keppnin var skipulögð af Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (SES) sem samevrópsk tónlistarkeppni. Ítalska tónlistarhátíðin Sanremo var fyrirmynd SES að keppninni. Lohengrin Filipello var gestgjafi þessarar fyrstu söngvakeppni sem var um ein klukkustund og fjörtíu mínútur að lengd. Sjö lönd tóku þátt og hvert þeirra flutti tvö lög. Tveir dómarar frá hverju landi dæmdu lögin leynilega og eftir sínum smekk.
Í þessari fyrstu keppni voru nokkrar aðgerðir framkvæmdar sem ekki hafa verið endurteknar í síðan í nokkurri keppni, m.a.; að tvö framlög voru frá hverju landi, eitt land greiddi atkvæði fyrir hönd annars lands og að aðeins einn karlmaður væri kynnir kvöldsins.
Saga
Meðlimir Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva ræddu á fundi í Mónakó árið 1955 hugmyndir sínar um samevrópska tónlistarkeppni, innblásin af ítölsku Sanremo tónlistarhátíðinni. Út frá þessum fundi varð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til. Tekin var ákvörðun um það að halda fyrstu keppnina í Lugano í Sviss ári seinna.
Staðsetning
Teatro Kursaal í Lugano í Sviss varð fyrir valinu sem vettvangur keppninnar. Lugano er borg staðsett í ítölskumælandi kantónunni Ticino í Suður-Sviss, sem á landamæri að Ítalíu. Þessi fyrsta keppni var haldin á ítölsku.
Fyrirkomulag
Kynnir þessarar fyrstu keppni var Lohengrin Filipello og var það í eina skiptið sem einn karlmaður hefur verið kynnir í keppninni og í rauninni hafa verið að minnsta kosti ein kona kynnir allt til ársins 2017, þegar þrír karlmenn voru kynnar. Keppnin varð ein klukkustund og fjörtíu mínútur að lengd. Þrátt fyrir að keppnin 1956 hafi að mestu verið flutt í útvarpi voru myndavélar í stúdíóinu fyrir þá fáu Evrópubúa sem áttu sjónvarp.
Einungis einstaklingar máttu taka þátt og lögin máttu ekki vera lengri en þrjár og hálf mínúta að lengd. Tuttugu og fjögurra manna hljómsveit spilaði undir og var stjórnað af Fernando Paggi. Intervalatriði kvölsins var flutt af Joyeux Rossignols sem flautaði fyrir áheyrendur. Lengja þurfti atriðið vegna tafa við stigagjöf. SES mælti sterklega með því að hvert land héldi sína eigin forkeppni við val á framlagi landsins.
Deilur um stigagjöf
Tveir dómarar frá hverju landi fóru til Lugano til að kjósa lögin í leynilegri kosningu. Dómarar Lúxemborgar komust þó ekki á leiðarenda. Í þessari keppni máttu dómarar gefa hvaða framlagi sem var stig, líka framlagi frá sínu eigin landi. Auk þess var svissnesku dómnefndinni heimilt að kjósa fyrir hönd þeirrar lúxemborgísku. Mögulegt er að sigur Sviss hafi verið vegna þessarar reglu. Þetta kerfi var aldrei endurtekið.
Glataðar upptökur
Þrátt fyrir að þessi fyrsta keppni hafi veirð sýnd í sjónvörpum í nokkrum evrópulöndum eru engar upptökur til af henni fyrir utan flutning sigurlagsins í lok keppninnar. Þetta er önnur af tveimur söngvakeppnisupptökum sem hafa alveg glatast. Hin keppnin var keppnin 1964 en allar upptökur af keppninni eyðilögðust í eldsvoða.
Þáttakendur
Sjö lönd tóku þátt í fyrstu keppninni og hvert þeirra flutti tvö lög. Tvö lönd til viðbótar, Austurríki og Danmörk, höfðu ætlað að taka þátt en runnu út á tíma til að skila inn lagi í keppnina og gátu því ekki tekið þátt.
Hljómsveitarstjórnendur
Holland - Fernando Paggi
Sviss - Fernando Paggi
Belgía - Léo Souris
Þýskaland - Fernando Paggi
Frakkland - Franck Pourcel
Lúxemborg - Jacques Lassry
Ítalía - Gian Stellari
Úrslit
Fyrir utan sigurlagið, hafa úrstlitin í fyrstu keppninni aldrei verið gefin út.