Hvert land gefur eitt sett (í undanúrslitum) eða tvö sett (í úrslitum) af 12, 10, 8–1 stigum til tíu laga. Á öllum sýningunum er einnig gefið eitt samanlagt sett af stigum frá löndum sem taka ekki þátt.
Söngkonan Diljá var valin til að taka þátt fyrir hönd Íslands með lagið „Power“. Hún endaði í 11. sæti í undanriðlinum með 44 stig.[1]
Sigurvegarinn var Svíþjóð með lagið „Tattoo“ eftir Loreen. Lagið var samið af Loreen ásamt Jimmy „Joker“ Thörnfeldt, Jimmy Jansson, Moa Carlebecker, Peter Boström og Thomas G:son. Sigurinn var sá sjöundi fyrir Svíþjóð sem gerir það, ásamt Írlandi, að sigursælasta landi keppninnar.
Þátttakendur
Undanúrslit 1
Fyrri undankeppnin fór fram 9. maí 2023 klukkan 19:00 (GMT) þar sem fimmtán lönd tóku þátt. Frakkland, Ítalía, og Þýskaland kusu einnig um hvaða lönd færu áfram í úrslit.
Seinni undankeppnin fór fram 11. maí 2023 klukkan 19:00 (GMT) þar sem sextán lönd tóku þátt. Bretland, Spánn, og Úkraína kusu einnig um hvaða lönd færu áfram í úrslit.