Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2006 var haldin í Aþenu, Grikklandi eftir að landið vann keppnina árið 2005 með lagið „My Number One“ eftir Helena Paparizou. Hún var í umsjón Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og Ellinikí Radiphonía Tileórassi (ERT) og fór fram í Olympic Indoor Hall dagana 18. og 20. maí 2006. Kynnar voru Maria Menounos og Sakis Rouvas. Sigurvegarinn var Finnland með lagið „Hard Rock Hallelujah“ eftir Lordi.