Kýpur hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 37 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1981. Fyrsta framlag landsins var með tónlistarhópnum Island, sem endaði í sjötta sæti. Besti árangur Kýpur er annað sæti sem Eleni Foureira endaði í árið 2018.
Á milli 2006 og 2013, komst Kýpur ekki upp úr undanúrslitunum í 6 skipti, áður en það dró sig úr keppni árið 2014. Þann 14. júlí 2014 staðfesti CyBS að landið myndi taka aftur þátt í keppninni árið 2015, og hefur það komist áfram í öll skipti síðan þá.
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
Þessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (mars 2024)
↑Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
↑Þótt textinn er á ensku, er spænski titillinn „Fuego“ (eldur) endurtekinn í gegnum lagið.