Samband evrópskra sjónvarpsstöðva tilkynnti þann 16. maí2011 byggingu tónlistarhúss fyrir söngvakeppnina í Bakú. Húsið var nefnt „Kristalshöllin“ og átti að taka 23.000 manns.[1] Þann 4. ágúst2011 hófst vinna á húsinu, íþróttavöllurinn Tofiq Bahramov í Bakú, sem var þá lokaður vegna viðgerða, var sagður vera varamöguleiki fyrir keppnina.
Þann 8. september2011 var síðan loksins staðfest að kristalshöllin yrði notuð fyrir keppnina. Þó að rúmtak salarins sé í heildina 23.000 manns, munu aðeins 16.000 geta keypt sér miða á hverja keppni sem er töluvert færra en hefur verið á síðustu árum.
Ýmis mannréttindasamtök, þar á meðal Mannréttindavaktin og Amnesty International, hafa gagnrýnt stjórnvöld Aserbaísjan fyrir að flytja íbúa í húsum nálægt tónlistarhúsinu burtu með valdi svo að hægt verði að rífa niður íbúðir og byggja í kringum höllina. Fram kom í yfirlýsingu BBC að ekkert niðurrif hefði verið nauðsynleg fyrir byggingu hallarinnar og að ekki hafi þurft að flytja neinn í burtu vegna byggingu hennar.