„Tattoo“ er lag eftir sænsku söngkonuna Loreen. Lagið var gefið út sem smáskífa þann 25. febrúar 2023 og var samið af Loreen, ásamt Jimmy „Joker“ Thörnfeldt, Jimmy Jansson, Cazzi Opeia, Peter Boström og Thomas G:son. „Tattoo“ vann Melodifestivalen 2023 og varð framlag Svíþjóðar til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023, þar sem það endaði í fyrsta sæti með 583 stig.[1]
Eftir flutning lagsins á undanúrslitakvöldi Melodifestivalen komst það efst á smáskífulistann í Svíþjóð.[2] „Tattoo“ var mest spilaða lag ársins 2023 á Íslandi.[3]
Vinsældalistar
Tilvísanir