Joko Widodo

Joko Widodo
Forseti Indónesíu
Í embætti
20. október 2014 – 20. október 2024
VaraforsetiJusuf Kalla (2014–2019)
Ma'ruf Amin (2019–2024)
ForveriSusilo Bambang Yudhoyono
EftirmaðurPrabowo Subianto
Persónulegar upplýsingar
Fæddur21. júní 1961 (1961-06-21) (63 ára)
Surakarta, Indónesíu
StjórnmálaflokkurIndónesíski lýðræðisbaráttuflokkurinn
MakiIriana (g. 1986)
BörnGibran Rakabuming Raka, Kahiyang Ayu og Kaesang Pangarep
HáskóliGajah Mada-háskólinn
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Joko Widodo (fæddur undir nafninu Mulyono þann 21. júní 1961), einnig kallaður Jokowi, er indónesískur stjórnmálamaður sem var sjöundi forseti Indónesíu. Hann var kjörinn í júlí árið 2014 og er fyrsti forseti landsins sem ekki á bakgrunn í stjórnmála- eða hernaðarelítu landsins. Hann var áður borgarstjóri Surakarta frá 2005 til 2012 og fylkisstjóri Jakarta frá 2012 til 2014.

Jokowi varð þjóðþekktur í Indónesíu árið 2009 vegna starfa sinna sem borgarstjóri Surakarta. Hann er meðlimur í Indónesíska lýðræðisbaráttuflokknum (indónesíska: Partai Demokrasi Indonesia Perjuangan eða PDI-P) og var frambjóðandi hans í fylkisstjórakosningum Jakarta árið 2012.[1] Jokowi sigraði sitjandi fylkisstjórann Fauzi Bowo[2] og tók við embættinu í október árið 2012. Jokowi hleypti nýju lífi í stjórnmál Jakarta með óvæntum eftirlitsferðum sínum til ríkisstofnana borgarinnar[3] og með umbótum sínum til að taka á spillingu í stjórnsýslukerfi borgarinnar. Sem borgarstjóri kom hann á almennri heilbrigðisgæslu fyrir borgarbúa, hreinsaði stærsta fljót borgarinnar til að koma í veg fyrir flóð og hóf byggingu á neðanjarðarlestakerfi.[4]

Jokowi, sem þá var álitinn rísandi stjarna í indónesískum stjórnmálum, var útnefndur forsetaframbjóðandi Lýðræðisbaráttuflokksins fyrir kosningarnar árið 2014.[5] Jokowi vann meirihluta atkvæða í kosningunum þann 22. júlí sama ár.[6][7]

Sem forseti hefur Jokowi einbeitt sér að uppbyggingu innviða og hefur hafið eða endurvakið ýmis verkefni til að byggja hraðbrautir, hraðlestarlínur, flugvelli og fleiri samgöngur til að tengja indónesíska eyjaklasann betur saman.[8] Ríkisstjórn hans hefur einnig lagt áherslu á að „vernda fullveldi Indónesíu“ með því að sökkva erlendum skipum sem veiða fisk ólöglega innan landhelgi landsins[9] og láta eiturlyfjasmyglara sæta dauðarefsingu þrátt fyrir mótmæli erlendra ríkja eins og Frakklands og Ástralíu.[10] Jokowi nýtur talsverðra vinsælda meðal Indónesa og var endurkjörinn árið 2019.[11]

Tilvísanir

  1. „Naik Kopaja, Jokowi – Ahok Daftar Jadi Cagub DKI“ (indónesíska). Tempo. 19. mars 2012. Sótt 13. janúar 2019.
  2. „Editorial: Jokowi's real battle“ (enska). The Jakarta Post. 22. september 2012. Sótt 13. janúar 2019.
  3. Banyan (21. janúar 2014). „No ordinary Jokowi“. The Economist. Sótt 13. janúar 2019.
  4. „Indonesia's rock governor“ (enska). Al Jazeera. 4. apríl 2014. Sótt 13. janúar 2019.
  5. 'Governor of Jakarta Receives His Party’s Nod for President', The New York Times, 14. mars 2014.
  6. „Jakarta governor Widodo wins Indonesian presidential election“ (enska). Indonesia News.Net. Sótt 13. janúar 2019.
  7. Jonathan Thatcher; Kanupriya Kapoor (23. júlí 2014). „Indonesian president-elect Jokowi calls for unity after bitter election“. Reuters. Sótt 13. janúar 2019.
  8. „Jokowi chasing $196b to fund 5-year infrastructure plan“. The Straits Times. 27. janúar 2018. Sótt 13. janúar 2019.
  9. Francis Chan (2. apríl 2017). „Indonesia blows up and sinks another 81 fishing boats for poaching“. Straits Times. Sótt 13. janúar 2019.
  10. Haeril (22. júlí 2017). „Jokowi orders police to gun down foreign drug traffickers“ (enska). The Jakarta Post. Sótt 13. janúar 2019.
  11. „Jokowi endurkjörinn sem forseti Indónesíu“. Fréttablaðið. 18. apríl 2019. Sótt 20. janúar 2019.


Fyrirrennari:
Susilo Bambang Yudhoyono
Forseti Indónesíu
(20. október 201420. október 2024)
Eftirmaður:
Prabowo Subianto