Rússneska rétttrúnaðarkirkjan rekur uppruna sinn til ársins 988 þegar Valdimar gamli af Kænugarði var skírður. Kirkjan var biskupsdæmi í grísku kirkjunni í Konstantínópel næstu aldirnar. Heilagur Pétur af Moskvu flutti biskupsstólinn frá Kænugarði til Moskvu árið 1325. Við fall Konstantínópel varð Moskvukirkjan í reynd sjálfstæð. Í valdatíð Borisar Godúnovs fékk kirkjan sinn eigin patríarka. Pétur mikli lagði patríarkatið niður árið 1700. Það var endurreist árið 1917.