Doris Lessing

Doris Lessing á bókmenntahátíð í Köln árið 2006.

Doris Lessing (fædd Doris May Tayler í Kermanshah, í Persíu 22. október, 1919 - d. 17. nóvember 2013) var breskur rithöfundur. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2007. Doris sem var 87 ára þegar hún tók við verðlaununum er elsti verðlaunahafinn hingað til, en fyrri aldursforseti var Theodor Mommsen sem var 85 ára þegar hann hlaut verðlaunin. Doris var gestur Listahátíðar í Reykjavík 1986 (Dagstund í Iðnó).

Æviferill

Doris Lessing fæddist í Persíu (núverandi Íran), en er af breskum foreldrum. Þegar hún var fimm eða sex ára gömul fluttist fjölskyldan til Suður-Ródesíu (núverandi Simbabve), þar sem foreldrar hennar hófu að stunda landbúnað. Þar hófst einnig pólitískur ferill hennar, en hún tilheyrði ung að árum kommúnískum hóp og leit á sig sem kommúnista. Eftir tvö misheppnuð hjónabönd, en hið seinna var við harðlínu-kommúnistan Gottfried Lessing, ákvað hún að flytjast til Bretlands. Þegar hún kom þangað þrítug að aldri hafði hún með sér handritið að Grasið syngur í farteskinu. Bókin kom út 1950 og hlaut strax góðar viðtökur, bæði í Bretlandi, meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Og þar með hófst glæstur rithöfundarferill Dorisar. Árið 1954 snerist hún þó alfarið gegn kommúnismanum og talaði eindregið gegn honum og því sem átti sér stað í Austur-Evrópu. Upp úr því fékk hún áhuga á kenningum sálkönnuðarins R.D. Laing og snerist á sveif með súfisma, sem er austræn dulhyggju- og meinlætastefna.

Verk Doris Lessing á íslensku

Tenglar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.