Litningur uppbygging sem samanstendur af DNA og próteinum og fyrirfinnst í frumum.
Orðið litningur er bein þýðing á gríska orðinu chromosoma sem kemur úr χρῶμα (chroma, litur) og σῶμα (soma, kroppur)[1] en þeir hétu það vegna þess að litningar litast mjög mikið af litunarefnum. Mikill munur er á milli litninga lífvera, en í frumum manna eru 46 litningar- þar af 22 pör samlitninga og eitt par kynlitninga.